Hleð Viðburðir

Einar Bjartur Egilsson píanóleikari og Nadia Monczak fiðluleikari flytja rómantísk verk eftir tónskáldin César Franck, Jules Massenet, Debussy, Wieniawski og Frédéric Chopin.

Einar Bjartur Egilsson (www.einarbjartur.com) hóf píanónám 7 ára í Tónlistarskólanum í Reykjahlíð við Mývatn. Síðar fluttist hann til Reykjavíkur og stundaði nám í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar hjá Guðríði St. Sigurðardóttir og Önnu Málfríði Sigurðardóttir. Haustið 2010 hóf hann svo nám í Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Peters Máté og útskrifaðist þaðan vorið 2013. Í Janúar það ár lék hann einleik í píanókonsert F. Poulencs með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Frá 2013- 2015 stundaði hann meistaranám í Konservatoríinu í Maastricht, Hollandi hjá dr. Katiu Veekmans. Í desember 2014 hlaut hann styrk úr Minningarsjóði um Birgi Einarsson. Einar hefur samið tónlist fyrir nokkrar stuttmyndir t. d. þýsku myndina Windspiele og síðla árs 2015 gaf hann út sína fyrstu hljómplötu að nafni Heimkoma með eigin tónsmíðum. Hann hefur spilað á tónlistarhátíðum í Hollandi og starfað með kórum bæði þar og hér heima. Um þessar mundir starfar hann sem píanókennari og meðleikari við Tónlistarskóla Árnesinga.

Nadia Monczak hóf fiðlunám 4 ára gömul í Póllandi. Síðan þá hefur ferill hennar mótast bæði í Kanada og Evrópu hjá kennurunum Eleonoru Turovsky, Vladimir Landsman, Zakhar Bron og Boris Belkin.

Hún hefur haldið tónleika í Kanada, Bandaríkjunum, Rússlandi, Perú, Chile, Þýskalandi, Hollandi, Póllandi, Slóvakíu, Sviss og Grikklandi. Hún hefur spilað einleik með Pólsku útvarpshljómsveitinni Amadeus, Brandenborgar-hljómsveitinni í Frankfurt, Koszalin Fílharmóníusveitinni, Sinfóníuhljómsveitinni í Torun, Sinfóníettu kammersveit Lubuska og fleirum. Henni hefur einnig verið boðið að halda tónleika í Pólsku Stofnuninni í Moskvu, pólsku sendiráðunum í Ottawa, Lima og Santiago, Montreal og víðar.

Sem kammertónlistarmaður hefur hún verið meðlimur í mörgum hópum svo sem strengjakvartettunum Delos og Mílos, fiðlukvartettnum 4PM, Con Brio hópnum í Montréal, Viadrina hópnum og Nouvelle Generation. Hún hefur verið konsertmeistari í uppfærslu á Brúðkaupi Fígarós í Maastricht og er fastur meðlimur Zakhar Bron kammersveitarinnar.
Í haust er á döfinni hjá henni einleikur í Carnegie Hall í New York og í Kursaal Interlaken í Sviss.

Upplýsingar

Dagsetn:
22/02/2017
Tími:
20:00
Verð:
kr.2500
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
, , , , ,
Vefsíða:
https://midi.is/tonleikar/1/9964/Kvold_i_Paris_%E2%80%93_tonleikar

Skipuleggjandi

Einar Bjartur Egilsson

Staðsetning

Hljóðberg