Bygging hússins og nokkrir íbúar
Samkvæmt fasteignaskrá er húsið byggt árið 1886. Í greininni Fagra Reykjavík í Mbl. árið 2008 er hins vegar sagt frá því að Helgi Helgason hafi byggt húsið árið 1870 í nýklassískum stíl.
Aðrar greinar styðja það, því í viðtali í dagblaðinu Vísi við Sigurð Helgason tónskáld frá árinu 1947 segir að hann sé fæddur í húsinu árið 1872. Sigurður var sonur Helga Helgasonar tónskálds og snikkara sem byggði húsið. Og ljóst er að Helgi sjálfur bjó þarna þegar hann flutti óvart inn mislingana 1882 sbr. greinina Helgi mislingasmali eftir Guðjón Friðriksson frá árinu 1992.
Í dag er í húsinu tannlæknastofa.
Helgi Helgason snikkari og Guðrún kona hans bjuggu voru fyrstu íbúar hússins og afkomendur Lárusar G. Lúðvígssonar bjuggu þarna í mörg ár (sjá grein). Ennfremur má geta þess að Hannes Hafstein og Ragnheiður kona hans leigðu efri hæð hússins á árunum 1890 – 93.
Starfssemi og viðburðir í húsinu
Upplýsingarnar hér á eftir eru engan veginn tæmandi en settar fram eftir bestu vitund. Allar leiðréttingar og viðbætur eru vel þegnar.
- 1893: Harmóníum nýtt og vel vandað (4 1/2 oktav) hefir undirritaður til sölu. Brynjólfur Þorláksson Þingholtsstræti 11 (augl.)
- 1894: Prestaskólamaður óskar að fá atvinnu við barnakennslu í vetur. Menn snúi sjer til Brynjólfs Þorlákssonar, Þingholtsstræti 11 (augl.)
- 1899: Hvítt millipils (skört), undirlíf og skyrta, hefir fundist i Skólavörðuholtinu; geymt í Þingholtsstræti 11 (augl.)
Mynd af Þingholtsstræti 11 frá því í kringum aldamótin.
Úr grein Guðjóns Friðrikssonar í Lesbók Mbl., 15. október 1988: Hannes Hafstein og hús skáldsins
- 1901: Fluttur: Heimili mitt er flutt úr Ingólfsstræti 6, í Þingholtsstræti 11, syðri dyr, uppi. Verzlunarbúð mín er kyrr á sama stað í Ingólfsstræti 6. Jón Ólafsson bóksali (augl.)
- 1902: Blek bezta, sem til landsins flytst (Coehran’s). Lindarpennablek, í stórum byttum með dælu – bezta, sem til er, 60 au. – Bestu ritblýantar, (istrendir, 5 au. – PappÍr, þerripappír, umslög . – Correspondance-kort. – Visítkort. SKJALAPAPPÍR (undir kaupbréf o. s. frv.), endist í 1000 ár, 75 au. bókin. – Waverley-pennarnir nafnfrægu fl., o. fl. ]ón Olafsson, Þingholtsstræti 11 (augl.)
- 1902: Bréfakassa á hurðir hefi óg nú í þrem stærðum, og sel á kr. 0,75; 1.15 og 2,00. Jón Ólafsson, Þingholtsstræti 11 (augl.)
- 1903: Frá 1. nóvemb. geta nokkrir piltar fengið góða kenslu í alls konar reikningi hjá undirrituðum. Kenslukaup 80-100 au. um klukkutímann. S. Á. Gíslason Þingholtsstræti 11 (augl.) – Auglýsir einnig 1904.
- 1904: 2 herbergi til leigu í Þingholtsstræti 11. Matthías Matthiasson (augl.)
- 1904: Þrifin stúlka óskast i vist nú þegar, fáment heimili, hátt kaup. Einar Vigfússon Þingholtsstræti 11 (augl.)
- 1905: …”Þeir er taka vilja þátt í hjólreiðunum gefi sig fram fyrir mánudagskveld við Þorkel Þ. Clementz í Þingholtsstræti 11 og borgi 1 krónu fyrir hluttökuna” (augl.)
- 1906: Undirritaður hefir í hyggju að stofna barna- og unglingaskóla í samvinnu við nokkra aðra menn um næstu mánaðamót. í barnadeildina verða tekin börn frá 10 til 13 ára gömul, en í unglinga deildina 14 – 18 ára unglingar og þar kent auk dönsku og ensku ýmsar almennar fræðigreinar aðallega í fyrirlestrum . SkóJagjald um mánuðinn 3 kr. fyrir börn og 5-6 kr. fyrir unglinga. Menn semji sem fyrst við cand. theol. S. Á. Gíslason, Þingholtsstræti 11 (augl.)
- 1906: 4 herbergja íbúd í Þlngholtsstræti er til leigu frá 1. marz n.k. 2 samanliggjandi stofur sömul. Semja má við S. A. Gíslason, Þingholtsstræti 11 (augl.)
- 1907: Hvitabandsfundur mánudagskvöld 4. þ. mán. kl. 8 í Þingholtsstræti 11 (á heimili kand. S. A Gíslasonar). Aríðandi að sem flestir komi (augl.)
- 1908: Allskonar stimpla og hurðaskilti úr postulíni og málmi, einnig allskonar utanhússskilti pantar ódýrast Sigmundur Árnason, Þingholtsstræti 11 (augl.)
- 1908: Húsnæðisskrifstofan” Reykjavík” Þingholtsstræti 11 tekur að sér að leigja íbúðir og gefa áreiðanlegar upplýsingar og vandaðar leiðbeiningar utan- sem innanbæjarmönnum: Áríðandi fyrir nýja innflytjendur til bæjarins að snúa sér sem fyrst til skrifstofunnar. Skrifstofan opin kl. 11-12 árd. og 6-8 síðd. Inngangur um syðri götudyrnar upp á loftið. Jón Thorarensen (augl.)
- 1910: Olíumynd. Sá, sem á myndina af föður mínum sál., sira Jóni Bjarnasyni Thorarensen, eftir Sigurð Guðmundsson málara, eða veit hvar hún er niður komin, geri svo vel að láta mig vita sem fyrst. Myndin var lengi í eigu Jóns Guðmundssonar ritstjóra, en það veit eg seinast um hana, að hún var seld a uppboði eftir Egil Egilsson (bróður Gröndals). Lárus Thorarensen cand. theol. Þingholtsstræti 11 (tilkynning).
- 1913: Smjör vel vandað fæst nú í nokkra daga í Þingholtsstræti 11 (augl.)
- 1913: Stúlka óskast í vist nú þegar Uppl. í Þingholtsstræti 11 (norðurenda) – (augl.)
- 1913: Herbergi getur einhleypur kvenmaður fengið með annari. Uppl. í Þingholtsstræti 11 (augl.)
- 1915: Tilsögn i píanó-, orgel- og guitarspili, veitir frá 15. okt. Elísabet Jónsdóttir frá Grenjaðarstað, Þingholtsstræti 11 (augl.) – Einnig auglýst 1916.
- 1915: Stúlka óskast strax. – Verður að geta gert handavinnu. Uppl. í Þingholtsstræti 11 (augl.)
- 1916: Góð stúlka óskast til eldhússverka, einnig óskast ung stúlka til hægra verka fyrri part dags. Uppl. Sigr. Jónsdóttir Þingholtsstræti 11 uppi (augl.)
- 1917: Íslenskt ullarband 3,50 pundið. Þingholtsstræti 11 (augl.)
- 1926: Sendisvein 14-15 ára vantar okkur strax. Lárus G. Lúðvigsson. Vinnustofan, Þingholtsstræti 11 (augl.)
- 1928: Til leigu 1 stórt og sólríkt herbergi í Þingholtsstræti 11. Lárus Jónsson (augl.)
- 1928: Brautin, jólablaðið, -“Allir þurfa að lesa Brautina. Söludrengir mæti á afgreiðslunni, Þingholtsstræti 11, á morgun” – (augl.)
- 1933: Myndir frá skógerð og skóverslun Lárusar g Lúðvígssonar, Bankastræti 5 og Þingholtsstræti 11. Einnig uppl. um skógerðir sem framleiddar eru (augl.) Vinnustofan er þar til 1948.
- 1936: Skósmiðir, “pússrokkur” til sölu ódýrt hjá L. G. L. skóvinnustofu, Þingholtsstræti 11 (augl.)
- 1937: Rullustofa Reykjavíkur er nú flutt i Þingholtsstræti 11, og tekin til starfa á ný af fullum krafti. Simanr. er 2764. Sækjum. Sendum. (Augl.)
- 1938: Snjóhlífar númer 39 til sölu í Þingholtsstræti 11. Verð 8 krónur (augl.)
- 1941: Eldri maður, reglusamur og þrifinn, óskar eftir léttri atvinnu. Vanur verslunarstörfum og annari vinnu. Kaup eftir samkomulagi. Uppl. í Þingholtsstræti 11 (augl.)
- 1942: Handavinna – áteikning tekin í Þingholtsstræti 11, uppi (augl.)
- 1942: Piltur, 14-16 ára , óskast við léttan iðnað. Sparta, skógerðin, Þingholtsstræti 11 (augl.)
- 1946: Stúlkur! Getum bætt við 2-3 stúlkum viS saumaskap og létta verksmiðjuvinnu. Skógerð Kristjáns Guömundssonar h.f., Þingholtsstræti 11 (augl.)
- 1948: Rakarastofa. Við undirritaðir opnum á morgun (föstudag), rakarastofu í Þingholtsstræti 11 (horni Amtmannsstígs og Þingholtsstrætis). Virðingarfyllst Bjarni Jóhannesson (augl.) – Í auglýsingum sést að þarna er ennþá rakarastofa árin 1957, 1963 og 1980.
- 1949: Hef opnað tannlækningastofu í Þingholtsstræti 11. Viðtalstími kl. 9-12 og 2-5, laugardaga 9-12. – Sími 80699. Pálmi Möller, tannlæknir (augl.)
- 1953: Auglýsing í tengslum við heildverzlun Jóh. Karlssonar, Þingholtsstræti 11. Simi 1707, Reykjavík. (augl.) Einnig 1954.
- 1953: Amper h/f Raflagnlr – Viðgerðlr – Raflagnaefni. Þingholtsstræti 11. Sími 91556 (augl.)
- 1955: Perlon hárnet fyrirliggjandi. Kr. Þorvaldsson & Co. Heildverzlun. – Þingholtsstræti 11. Sími 81400 (augl.) Auglýsir a.m.k. til 1958.
- 1959: Fiat 1400 ’57 sérlega glæsilegur og vel með farinn bíll til sýnis og sölu í dag. Bílasalan Þingholtsstræti 11. Simi 24820 (augl.)
- 1959: Opnum í dag tannlækningastofu að Þingholtsstræti 11 (áður Pálmi Möller tannl.) Viðtalstími: kl. 10-12 og 14-21. laugardaga kl. 10-12 og 14-18. Sími: 10699. Guðmundur Árnason tannlæknir – Þorgrímur Jónsson tannlæknir (augl.)
- 1959: Auglýsing frá fasteignasölunni Þingholtsstræti 11 (augl.)
- 1959: Húsráðendur Leigjum yður að kostnaðarlausu. Góð og örugg þjónusta. Ibúðaleigan Þingholtsstræti 11. Sími 24620 (augl.)
- 1960: Peysuskyrtan Model ’60. Klæðileg – Falleg. Söluumboð Þórhallur Sigurjónsson Þingholtsstræti 11 – Sími 18450 (augl.) Þórhallur auglýsir í einni eða annarri mynd fram til 1972.
- 1960: Umboðsmaður fyrir garn: Þorsteinn Blandon, Þingholtsstræti 11 Sími 13706 – Símnefni TBIO (augl.)
- 1961: Við miðbæinn. Helmingur eignarinnar Þingholtsstræti 11 (hús og eignarlóð) er til sölu. Húsið er nú allt atvinnuhúsnæði… (augl.)
- 1974: Slökkviliðið var í gærmorgun kvatt að Þingholtsstræti 11. Þar var þó um lítinn eld að ræða og skemmdir ekki verulegar, en vegna þess hversu mikið er í götunni af gömlum timburhúsum töldu slökkviliðsmenn öruggara að mæta þar fylktu liði, eins og sjá má af þessari mynd.
- 1988: Sæbjorn Gudmundson, tannlæknir opnar tannlæknastofu í Þingholtsstræti 11 í Reykjavik (tilkynning).
- 1997: húsið nefnt sem dæmi um hús sem er vel gert upp í grein og samtali við Nikulás Úlfar Mássson, arkitekt og deildarstjóra húsadeildar Árbæjarsafns (grein) – sjá mynd hér fyrir neðan úr greininni.
- 2002: Gömlu gildin standast tímans tönn. Tannlæknarnir og feðgarnir Guðmundur Árnason og Sæbjörn Guðmundsson starfa saman í einu elsta húsi Reykjavíkur, Þingholtsstræti 11 (grein).
var _gaq = _gaq || []; _gaq.push(['_setAccount', 'UA-38855006-1']); _gaq.push(['_trackPageview']);
(function() { var ga = document.createElement('script'); ga.type = 'text/javascript'; ga.async = true; ga.src = ('https:' == document.location.protocol ? 'https://ssl' : 'http://www') + '.google-analytics.com/ga.js'; var s = document.getElementsByTagName('script')[0]; s.parentNode.insertBefore(ga, s); })();
- 1988: Sæbjorn Gudmundson, tannlæknir opnar tannlæknastofu í Þingholtsstræti 11 í Reykjavik (tilkynning).
- 1997: húsið nefnt sem dæmi um hús sem er vel gert upp í grein og samtali við Nikulás Úlfar Mássson, arkitekt og deildarstjóra húsadeildar Árbæjarsafns (grein) – sjá mynd hér fyrir neðan úr greininni.