Byggingarár
Í ársskýrslu Húsafriðunarnefndar árið 2007 kemur fram að húsin við Þingholtsstræti nr. 2-4 séu byggð árið 1884.
Ekki liggja fyrir upplýsingar hér um það hvenær farið var að tala um Þingholtsstræti 2-4 sem eina heild en sjálfsagt er að taka sérstaklega fyrir í þessari umfjöllun það sem fram fór í húsinu nr. 4 á liðnum árum. Þar hefur m.a. verið skósmiður, skraddari, nýlenduvörur og ýmsar aðrar líka, úrsmiðir og bifreiðasala svo eitthvað sé nefnt.
Búið er að gera húsið myndarlega upp og er verslun Icewear staðsett í húsunum nr. 2-4 þegar þetta er skrifað.
Húsið í dagblöðum liðinna tíma
Upplýsingarnar hér á eftir eru engan veginn tæmandi en settar fram eftir bestu vitund. Allar leiðréttingar og viðbætur eru vel þegnar.
- 1893: Matthías Á. Matthíesen skósmiður, býr til allskonar skófatnað og tekur til aðgerðar. Allt fljótt og vel af hendi Ieyst. Vinnustofa, Þingholtsstræti 4, Rvik. Opin hvern virkan dag, frá kl. 6 f. m. til kl. 8 e. m. (augl.)
- 1893: Norðurljóssins mega Árnesingar vitja hjá kaupmanni Jóni Þórðarsyni, Seltirningar, Kjalnesingar og Kjósarmenn í W. Christensens búð, Hafnfirðingar hjá Matthíasi skóara Matthiesen (Þingholtsstræti 4), og Strandarmenn hjá Theodór Matthiesen í Hafnarfirði (augl.)
- 1894: Athygli heiðraðs almennings skal hér með vakið á því, að undirkrifaðr hefir komið sér upp verkstæði og tekr að sér alt, sem að skraddaraiðn lýtr. … Carl Wickström. (Þingholtsstræti 4). (augl.)
- 1894: Í nýju verzluninni. 4 Þingholtsstræti 4 fæst: Pappír, umslög, pennar, pennastangir, blýantar(teikniblýant.). Kaffi, export, kandis, melis, chocolade, te-kex, kaffibrauð. Handsápa, þvottasápa. Tóbak, vindlar o. fl. Allt með vægu verði. Smjör keypt. Þorv. Þorvarðarson (augl.)
- 1895: Ágætur íslenzkur (norðlenzkur) ostur, fæst í Nýju verzluninni, Þingholtsstræti 4 (augl.)
- 1897: Jóla- og Nýárs-Kort. Mjög falleg, margbreytt og ódýr Jóla og Nýárs-Kort komu nú með “Lauru”. Kortin eru alveg ný, tilbúin fyrir þetta ár. Þingholtsstræti 4. Þorv. Þorvarðarson (augl.)
- 1901: Fínn sendibréfapappír og umslög, ásamt fleiru af því tagi, fæst í verzlun Þorv. Þorvarðssonar, Þingholtsstræti 4 (augl.)
- 1901: Pantið silki i Þingholtsstræti 4 (augl.)
- 1901: Blaðið Reykjavík. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Þorvarður Þorvarðsson. Afgreiðsla bl. er hjá útg., Þingholtsstr. 4. Verð í Rvik og nágrenni 50 a., ef bl. er sent m. pósti þá 1 kr. (augl.)
- 1902: Ný úrsmíða-vinnustofa í Þingholtsstræti 4 (Rétt á móti búð Jóns Pórðarsonar kaupm.) Helgi Hannesson, úrsmiður (augl.)
- 1902: Slipsi. Ljómandi falleg fást í Þingholtsstræti 4. Ingibjörg Guðbrandsdóttir (augl.)
- 1903: Skjótið flugeldum um Jólin. C. 20 þúsund stk. af allsk. flugeldum, verð frá 2 au. til 2 kr. 25 au. stk., er selt um vikutíma með 20% afslætti i Þingholtsstræti 4 (augl.)
- 1904: Húsmæður! Sparnaðurinn að kaupa þessa hluti í 4 Þingholtsstræti 4 er 25% til 50%. Borðhnífa, gafla, skeiðar allskonar; skæri o. fl. Sápur, rammalistar og margt fleira. Góðar en ódýrar “emaleraðar”-vörur koma 6. maí. Verzlunin í Þingholtsstræti 4 (augl.)
- 1905:…Reynslan hefur sýnt, ad 25% sparnaður er að kaupa nú sem fyr hjá C. & L. Lárusson Þingholtsstræti 4 (augl.)
- 1912: Bæjarstjórn Reykjavíkur. Fundur 6. júní… 11. Brunabótavirðingar. Viðbót við hús Lárusar Lúðvígssonar, Þingholtsstræti 4, kr. 1,376,00 (augl.)
- 1934: Ursmíðastofa Sigurðar Tómassonar er í Þingholtsstræti 4. Allar úrviðgerðir af hendi leystar ekki ver en annars staðar (augl.) Auglýsir fram til 1947 en 1951 er hann til húsa á Freyjugötu 1.
- 1958: Bifreiðasalan Þingholtsstræti 4. Sími 17366 (augl.)
- 1961: ÁLAFOSS H.F. Þingholtsstræti 4 (augl.)
- 1979: Gráfeldur auglýsir á Þingholtsbraut 4 (augl.)
- 1996: Veitingastaður: Til leigu húsnæðið Þingholtsstræti 4 (augl.)
- 2002: Í skýrslu starfshóps um endurmat á deiliskipulagi við Bankastræti og Laugaveg er mælt með Þingholtsstræti 4 verði rifið og nýtt hús komi í staðinn svipaðrar stærðar (frétt)
var _gaq = _gaq || []; _gaq.push(['_setAccount', 'UA-38855006-1']); _gaq.push(['_trackPageview']);
(function() { var ga = document.createElement('script'); ga.type = 'text/javascript'; ga.async = true; ga.src = ('https:' == document.location.protocol ? 'https://ssl' : 'http://www') + '.google-analytics.com/ga.js'; var s = document.getElementsByTagName('script')[0]; s.parentNode.insertBefore(ga, s); })();