Bygging núverandi húss
Húsið að Grundarstíg 6 er byggt árið 1906 skv. fasteignaskrá. Húsið reistu þau Stefán Kr. Bjarnason og Ingibjörg Zakkaríasardóttir (dóttir Zakkaríasar á Bergi) eins og fram kemur í skemmtilegri grein Guðjóns Friðrikssonar um sögu Grundarstígsbæjanna (1).
Guðjón segir einnig frá tveimur minnisverðum karakterum sem bjuggu í kjallaranum, Guðrúnu Guðmundsdóttur sem kölluð var Gunna klukka og Þórunni Káradóttur, Katta-Tótu, sem átti fjölmarga ketti og því lyktin ekki alltaf sem best í kjallaranum.
Starfsemi í húsinu í gegnum tíðina
Upplýsingarnar hér á eftir eru engan veginn tæmandi en settar fram eftir bestu vitund. Allar leiðréttingar og viðbætur eru vel þegnar.
- 1923: Fæði fæst á Grundarstíg 6 (augl.)
- 1945: Kjólar sniðnir og mátaðir á Grundarstíg 6 (augl.) Svona auglýsing birtist af og til næstu árin.
- 1946: Stúlka óskast til sauma (augl.)
- 1947: Í auglýsingu um týnda golftreyju er minnst á að henni eigi að skila á Prjónastofuna Grundarstíg 6 (augl.)
- 1947: Tveir menn geta fengið keypt fæði í prívathúsi (augl.) – einnig auglýst 1948
- 1950: Píanókennsla – Magnús B. Jóhannesson (augl.)
- 1967: Ódýrir legsteinar útvegaðir frá Noregi (augl.)
Heimildir:
1. Guðjón Friðriksson. (1990, 13. október). Úr sögu Grundarstígs: Á slóðum Grundarbæjanna í Reykjavík. Lesbók Morgunblaðsins. Sótt 19. júlí 2010 af http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?issId=242470&pageId=3308506
var _gaq = _gaq || []; _gaq.push(['_setAccount', 'UA-38855006-1']); _gaq.push(['_trackPageview']);
(function() { var ga = document.createElement('script'); ga.type = 'text/javascript'; ga.async = true; ga.src = ('https:' == document.location.protocol ? 'https://ssl' : 'http://www') + '.google-analytics.com/ga.js'; var s = document.getElementsByTagName('script')[0]; s.parentNode.insertBefore(ga, s); })();