Eftirfarandi vísur eru eignaðar Hannesi Hafstein á fjölrituðu bréfsnifsi sem fannst hér í bænum – en við seljum það ekki dýrara en við keyptum það… Það er mikil glettni í vísunum og veitir ekki af svolitlu gríni í skammdeginu.

Brúðkaup

Bráðum á brúðkaup að halda,
bærin er þönum á.
Alir, sem vettlingi valda,
vilja fá dýrðina að sjá.

Þótt hrikti í kirkjuhjalli,
það hræðir ei stúlkurnar samt.
Þótt regnið í fossum falli,
þær flissa sem þeim er tamt.

Á brjóstunum greipar þær glenna
og greiða úr svuntunum títt
og upp á við augunum renna
og útundan skotra þeim blítt.

Í hempunni hengslast pokinn
og hóstar í erg og gríð.
Og maddaman hímir hokin
og hugsar um forna tíð.

Mót golunni brúðurin baxast,
beinhoruð, skinin og löng.
Pilsin um fæturna flaxast
og flagga – í hálfa stöng.