Klukkan níu í morgun kom hingað hópur erlendra fræðimanna á litla ráðstefnu, sem er nú alls ekki óalgeng byrjun á degi hér í Hannesarholti. Það sem var hins vegar talsvert öðruvísi en venjulega var að hinn dásamlegi trúbadúr og uppistandari, Svavar Knútur kom til að hita mannskapinn upp með söng og skemmtilegu spjalli.  Eftir að hafa fylgst með þessari uppákomu mæli ég eindregið með að fólk setji svona nokkuð á dagskrá þegar halda skal ráðstefnur eða fundi. Þau hafa brosað allan hringinn alveg síðan klukkan níu og auðvitað unnið af kappi og í þessum skrifuðu orðum eru þau að gæða sér á dásamlegri bleikju í Borðstofunni.