Fjórir glæsilegir viðburðir verða á dagskrá hjá okkur á morgun svo það verður enginn svikinn af að líta inn og njóta með okkur. Tvennir tónleikar verða í Hljóðbergi; Árni Heimir Ingólfsson spilar á sembal og fræðir fólk um þetta merkilega hljóðfæri kl. 14:00. Klukkan 16:00 stíga á stokk flottir ungir tónlistarmenn sem ætla að spila nýja íslenska dægurlagatónlist við ljóð skálda frá síðustu höld m.a eftir okkar mann, Hannes Hafstein. Áhugafólk um heimspeki fær svo frábært tækifæri til að ræða eilífðarmálin. Nú verður rætt um fegurðina og á henni eru ýmsar hliðar eins og allir vita. Það stefnir í skemmtilega stund í Borðstofunni milli kl. 14:00 og 16:00 og öllum er frjálst að tylla sér niður og blanda sér í umræðurnar. Svo er gaman að skoða fallegu ljósmynda- og videóverkin hennar Xárene Eskander sem hanga uppi í Hljóðbergi til 31. ágúst.