Í dag er síðasti dagur Borðstofunnar í Hannesarholti. Við þökkum Sveini Kjartanssyni og hans fólki fyrir gott samstarf síðastliðið ár og óskum þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi. Á sunnudaginn bjóða nýjir menn uppá kaffi og meðlæti frá 14-18 í tengslum við fyrstu ljóðatónleika vetrarins með Gerrit Schuil og Elmari Gilbertssyni. Jónas Oddur Björnsson og Ómar Stefánsson taka við eldamennskunni í Hannesarholti, ungir menn með mikla reynslu bæði innanlands og utan, opnað þriðjudaginn 23.september. Lokað laugardag og mánudag vegna breytinganna. Það eru spennandi tímar framundan í Hannesarholti.