Við fengum aldeilis flottan hóp í heimsókn til okkar í síðustu viku. Þetta voru eldri borgarar frá Seltjarnarnesi sem kunna svo sannarlega að njóta lífsins og eru endalaust áhugasöm um að kanna nýja staði og hitta nýtt fólk. Þau áttu hér ljúfa stund saman niðri í Hljóðbergi þar sem þau horfðu á stuttu heimildarmyndina um Hannes Hafstein og uppvaxtarár borgarinnar og svo kom ljúflingurinn hann Svavar Knútur og söng fyrir mannskapinn og að sjálfsögðu tóku þau undir af hjartans lyst enda annálað söngfólk, Svo var húsið skoðað og að lokum settumst menn niður í veitingastofunum og gæddu sér á kaffi og vöfflum með rjóma. Við vonumst til að fá fleiri svona hópa til okkar í framtíðinni og bendum áhugasömum á að senda póst á hannesarholt@hannesarholt.is eða hringja í s. 511 1904.