Meðal mikilvægra framfaraskrefa í menntunarmálum okkar Íslendinga á undanförnum árum er áhersla á að koma betur á framfæri kennsluefni í gagnrýninni hugsun í skólum landsins. Þriðjudagskvöldið 2.desember verður haldið áhugavert málþing um efnið í tilefni af útkomu bókarinnar HUGLEIÐINGAR UM GAGNRÝNA HUGSUN, sem nýlega kom úr eftir þá félaga og samstarfsmenn Pál Skúlason og Henry Alexander Henrysson. Tekið verður við borðapöntunum fyrir þá sem vilja panta súpu og heimabakað brauð á undan í veitingastofum Hannesarholts.