Vikan 16.-22. mars er fjölbreytt í Hannesarholti. Mánudaginn 16.mars er fyrirlestur Richards Murphy arkitekts, sem lesa ná í fréttum hér fyrir neðan. Þriðjudagskvöldið 17.mars er fyrirlestur Arnórs Víkingssonar um langvinna verki í fyrirlestraröðinni “Hvernig heilsast þjóðinni?” Á miðvikudagskvöldið 18.mars eru klassískir tónleikar Gunnars Kvaran og Elísabetar Waage. Miðar á báða viðburði eru seldir á midi.is.  Bæði þriðjudag og miðvikudag verða veitingastofurnar opnar og hægt fá einfaldan kvöldverð á undan viðburðum. Borðapantanir í síma 511-1904. Vikan endar á jazztónleikum Önnu Grétu Sigurðardóttur og félaga á sunnudaginn. Hönnunarsýning Hönnu Dísar Whitehead á baðstofuloftinu stendur áfram út mánuðinn.