Komandi helgi er sannkölluð tónlistarhelgi í Hannesarholti. Laugardaginn 13.júní stjórnar Margrét S.Stefánsdóttir kórstjóri Sönghópnum Veirunum sem sameina krafta sína með Eyþóri Árnasyni skáldi, með kórperlum og ljóðum. Sunnudaginn 14.júní eru það  Margrét Eir og Sigga Eyrún með uppáhalds lög úr sumarsöngleikjum. Það þarf engum að leiðast í Hannesarholti þessa dagana.