Þegar Hannesarholt opnar aftur eftir sumarfrí 4.ágúst gerum við klárt fyrir tónleika góðra gesta sem verða fimmtudagskvöldið 6.ágúst. Hjónin Rósa Kristín Baldursdóttir og Peter Arnesen bjóða heppnum gestum uppá dásemdir tónlistar og heimsbókmennta.  Saman flytja þau tónlist Peters við ljóð Williams Blake úr ljóðabókunum „Songs of Innocence“ and „Songs of Experience“  Hannesarholt tekur með gleði á móti þessum góðu gestum í annað sinn, en þau héldu tónleika í Hljóðbergi sumarið 2013.