Í tilefni af útgáfu greinasafnsins An Intimacy of Words/Innileiki orðanna. Essays in Honour of Pétur Knútsson/Festschrift til heiðurs Pétri Knútssyni býður Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands til móttöku miðvikudaginn 18. nóvember kl. 16-18 í Hannesarholti að Grundarstíg 10, 101 Reykjavík. Allir eru velkomnir.

Greinasafnið kemur út hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Háskólaútgáfunni um miðjan nóvember, með liðsinni Málvísindastofnunar. Ritið verður um 350 bls. að lengd.