Mannvinurinn og heimspekingurinn Páll Skúlason hafði margt að segja samtímamönnum sínum og vann að því fram á síðasta dag að koma í orð heilsteyptri kenningu sinni um veruleikann, sem nú hefur birst okkur í bókinni Merking og tilgangur. Útgáfu bókarinnar var fagnað í Hannesarholti á UNESCO degi heimspekinnar 19.nóvember. Bókin var gefin út af Háskólaútgáfunni og má nálgast í öllum betri bókaverslunum.