Það er jólalegt hjá okkur í Hannesarholti og gott að stinga sér inn úr kuldanum í jólaplatta í hádeginu eða kaffi og kökusneið. Við tökum við borðapöntunum á netfanginu hannesarholt@hannesarholt.is eða í síma 511- 1904

Laugardaginn 12. desember milli klukkan 13- 15 verða Fjöruverðlaunin veitt hér. Notaleg bókastemmning og svigrúm fyrir spurningar og spjall.  Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Sunnudaginn 13. desember er hér  jóladagskráin ” Jól í kallafjöllum” Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona segir skemmtilega jólasögu í fylgd Monicu Abendorf, hörpuleikara  og Alexandru Chernysovu sópransöngkona. Miðar á ww.midi.is  Falleg og skemmtileg jólastund fyrir unga sem aldna.

Þriðjudagskvöldið 15. desember er bókmenntaspjall með Dagný Kristjánsdóttur sem segir frá nýútkominni bók sinni sem nefnist Bókabörn, og er tilnefnd til íslensku bókaverðlaunanna í ár. Viðburðurin hefst klukkan 20.00 og kostar 1.000 krónur inn en miða má fá á www.midi.is