Vikan í Hannesarholti hefst á heilsuspjalli Arnórs Víkingssonar og Eggerts Birgissonar um sársauka í ýmsum myndum á mánudagskvöld. Heimspekispjall á miðvikudaginn er í höndum nýdoktoranna Jóns Ásgeirs Kalmannssonar og Guðbjargar R.Jóhannesdóttur. Vikulokin teljast til tíðinda í sögu Hannesarholts, því á föstudagskvöld er í fyrsta sinn boðið uppá kvöldverð og tónlist fyrir almenning. Tríó Kristjönu Stefánsdóttur hefur valið matseðilinn, og kvöldið verður góð blanda af seiðandi jazztónlist, spjalli um tónlistina og matinn á persónulegum nótum og kræsingum gerðum af Írisi Maack, matreiðslumeistara Hannesarholts og Andra Kárasyni, konditor hússins.