Framundan í Hannesarholti eru fjölbreyttir viðburðir að vanda. 1.nóvember verður bókmenntaspjall í höndum Gunnars Theodórs Eggertssonar um dýraríkið í bókmenntum meðal annars. Shostakovich 110 ára er tilefni tónleika þann 5.nóvember kl.14, sem Alexandra Chernishova stendur að, ásamt Nínu Margréti Grímsdóttur, Sigurði Halldórssyni og Hildigunni Halldórsdóttur. Hannesarholt tekur einnig þátt í Iceland Airwaves Off-venue að þessu sinni föstudaginn 4.nóvember frá 11-20 og laugardaginn 5.nóvember frá 16.30-20.