Jórunn Kristinsdóttir sýnir ólíuverk máluð á stiga á sölusýningu sem stendur í fjórar vikur í veitingastofum Hannesarholts, frá 21.nóvember – 13.desember. Jórunn er listmeðferðarfræðingur, myndmenntakennari og sérkennari, fædd í Reykjavík 1944. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga á síðustu 12 árum og tekið þátt í tveimur samsýningum.