Þessa vikuna fögnum við sumri um allt land. Í Hannesarholti fögnum við arfleifð tveggja stórmenna í menningarlífi þjóðarinnar, Svövu Jakobsdóttur og Páls Skúlasonar. Páll var liðsmaður Hannesarholts frá fyrstu hugmynd, og málþing um umhverfisheimspeki honum til heiðurs verður haldið á laugardag frá 10-16. Leikverk Svövu hafa verið leiklesin hér undanfarnar vikur. Síðast í röðinni er leikritið Eldhús eftir máli, hversdagslegar hryllingssögur, eftir Völu Þórsdóttur, sem hún vann uppúr smásögum Svövu, sýnt bæði á miðvikudagskvöld kl.20 og sunnudag kl.16. Myndlistarsýning Hilmars Hafstein á tveimur hæðum, sem spannar 65 ára listamannsferil.