Hannesarholt og Securitas gerðu með sér samstarfssamning 8.janúar síðastliðinn og gerist Securitas þar með fyrirmynd annarra fyrirtækja í stuðningi við Hannesarholt. Myndin var tekin við undirritun samningsins í Hannesarholti. Ómar Svavarsson forstjóri Securitas undirritaði samninginn fyrir hönd Securitas og Ragnheiður Jónsdóttir fyrir hönd Hannesarholts. Heimilisfólk Hannesarholt kann Securitas bestu þakkir fyrir dýrmætan stuðning.