Harpa Másdóttir gladdi gesti Hannesarholts með sýningu sinni AFTUR Í HRING í febrúar og mars 2023, sem var sjálfstætt framhald af síðustu sýningu Hörpu á hringlaga málverkum í Hannesarholti. Hún heldur áfram að endurhugsa hinn hringlaga flöt með því að byggja hann upp, rífa niður, afmá og byggja upp á ný. Allt getur gerst í öruggu umhverfi hringformsins og hringnum er lokað.