Spennandi kvöldstund með Roberto Luigi Pagani, miðaldafræðingi, höfundi, menningarmiðlara og leiðsögumanni með meiru, sem er einn þessara nýju íslendinga sem hefur sterk áhrif á samfélag sitt og ber með sér frískandi andblæ. Fimmtudagskvöldið 12.október kl.20 í Hljóðbergi Hannesarholts.

Kristborg Bóel Steindórsdóttir ræðir við Roberto sem hefur frá mörgu að segja, en Draumalandið sem hann nefnir svo er Ísland, sem hefur verið heimili hans í tíu ár. Hannn hefur gefið út bækur um íslenska menningu, þar á meðal þýðingar af fornsögum og sögulega ferðahandbók fyrir National Geographic. Hann situr í stjórn Ítalsk-íslenska viðskiptaráðsins og Ítalska félagsins á Íslandi. Sem menningarmiðlari kynnir Roberto Ísland fyrir Ítölum sem menningaráfangastað, þar sem hann vinnur á fordómum og ranghugmyndum um Ísland meðal landa sinna.

Roberto bauðst að leika á flygilinn rómaða í Hljóðbergi, en hann kaus fremur að leika á langspilið sitt fyrir áhorfendur, þar sem hann telur Íslendinga vera búna að gleyma henni.

Verið öll velkomin að njóta kvöldstundar í Hannesarholti. Miðasala á tix.is