Þingholt heitir hverfi í miðborg Reykjavíkur sem mörgum þykir vænt um. Hverfið afmarkast af svæðinu austan við Lækjargötu og Laufásveg, milli Laugavegar og Njarðargötu og í austri af Óðinsgötu og Urðarstíg. Margir rekja rætur sínar til þessa notalega hverfis og eiga því vonandi eftir að njóta þess fróðleiks sem hér er að finna.