Byggingarár og fyrstu íbúar

Húsið við Þingholtsstræti 21 er byggt árið 1910 skv. fasteignaskrá. Það er upphaflega járnklætt timburhús og talið teiknað af Rögnvaldi Ólafssyni. Þó ber þess að geta að lesa má auglýsingar sem tengjast þessu húsnúmeri allt frá árinu 1897 eins og fram kemur hér neðar.

Fyrsti eigandi hússins var Helgi Thordarsen. Konráð Konráðsson keypti síðan húsið (1917 skv. einni heimild) og sonur hans, Bjarni Konráðsson læknir, bjó þar allan sinn búskap ásamt fjölskyldu (lést 1999) og rak þar líka lækna- og rannsóknarstofu á fyrstu hæðinni (skv. grein í Mbl. 2001).


Húsið í dagblöðum liðinna tíma

Upplýsingarnar hér á eftir eru engan veginn tæmandi en settar fram eftir bestu vitund. Allar leiðréttingar og viðbætur eru vel þegnar.

Mikið var auglýst af herbergjum/stofum til leigu fyrstu áratugina eins og víðar í Þingholtunum. Þær auglýsingar eru ekki birtar hér nema að litlu leyti.

 • 1897: Jörð til sölu! Jörð við Reykjavík, er gefur nú af sjer 4 kýrfóður, hefir fjörubeit fyrir sauðfje og fiskverkunarpláss stórt, fæst til kaups, og ábúðar í fardögum 1898. Hús jarðarinnar eru vel úr garði gjörð. Þeir, er vilja sæta kaupum á jörð þessari snúi sjer innan marzmánaðarloka n. á., til Sigurðar Magnússonar Þingholtsstræti 21, í Reykjavík; hann gefur rjetta upplýsingu um jörðina. (augl.)
 • 1898: Við Harmóníkur gerir Jón Magnússon (hjá Hirti snikkara, Þingholtsstræti 21) –  (augl.)
 • 1901: Lítið snoturt herbergimeð húsbúnaði, óskar Jón Jónathansson , Þingholtsstræti 21.  (augl.)
 • 1902: Fyrir mjög lágt verð fæst keyptur kostur í Þingholtsstræti 21.  (augl.)
 • 1902: Til leigu er frá 1. júlí tvö herbergi fyrir einhleypan mann í Þingholtsstræti 21, hvort sem vill með húsgögnum eða án þeirra. (augl.)
 • 1913: Þeir, sem vilja láta, gera vel við skótau sitt, svo það haldi laginu, ættu að koma með það til mín.. Gamlir skór gerðir sem nýir. Skótau sótt til manna og og sent heim, ef óskað er. Jón R. Þorsteinsson skósmiður. Þingholtsstræti 21.  (augl.)
 • 1913: Finnur O. Thorlacius, Þingholtsstræti 21, Talsími 126 (augl.)
 • 1914: Jón G. Snædal Þingholtsstræti 21 (uppi) kennir orgelspil. Getur enn bætt við sig nokkrum nemendum. (augl.)
 • 1914: Bogi Ólafsson, Þingholtsstræti 21, kennír ensku, og ef til vill fleira. Heima kl 5-6 síðd. (augl.)
 • 1915: Bókalán. Allir, sem hafa bækur að láni frá mér undirrituðum eru beðnir að skila þeim sem allra fyrst. Gunnl. Einarsson stud. med. Þingholtsstræti 21. (augl.)
 • 1915: Til sölu ofn með tækifærisverði, Semjið við Helga Thordarsen, Þingholtsstræti 21, heima eftir kl. 6 síðd. (augl.)
 • 1916: Vinna. 3-4 erfiðismenn vantar mig strax sem eru vanir við steypu og múrverk. Hátt kaup og löng vinna. Finnur Ó. Thorlacius. Hittist í Þingholtsstræti 21 kl. 2-3  (augl.)
 • 1916: Dan. Daníelsson opnar í dag sölubúð í Þingholtsstræti 21. Þar verður á boðstólum allskonar kaffibrauð, ýmiskonar sælgæti, tóbak, vindlar, sápur o. fl.  (augl.)
 • 1916: Sólríkt herbergi óskast frá 15. maí. Tilboð sendist Valdemar Benediktssyni Þingholtsstræti 21. (augl.)
 • 1917: Konráð R. Konráðsson læknir Þingholtsstræti 21. Sími 575. Heima 10-12 og 6-7. (augl.) – Auglýst fram til 1925.
 • 1917: Uppboð. Þriðjudaginn 15. þ. mán. verður uppboð haldið á ýmsum eigulegum munum, í Þingholtsstræti 21. Uppboðið hefst kl. 4 1/2 eftir hádegi. (augl.)
 • 1918: Stúlka óskast strax til 1. október. Hátt kaup. Upplýsingar Þingholtsstræti 21, efra lofti. (augl.)
 • 1922: Tilkynning. Frá og með deginum í dag verður mjólk frá Mjólkurfélagi Vatnsleysustrandar seld í nýju mjólkurbúðinni i Þingholtsstræti 21. Mjólkin er viðurkend að vera fitumíkil og góð. Virðingarfylst, Pétur Jóhannesson. Mjólkursali (augl.)
 • 1922:  Skrifstofa Í.R. –  Íþróttafjelags Reykjavíkur er til húsa í Þingholtsstræti 21 sbr. auglýsingu. (augl.)
 • 1922: Þú sem tókst krakkahúsið í Þingholtsstræti 21 í gær, skilaðu því strax, annars verður lögreglan látin sækja það til þín. (augl.)
 • 1924: Sparið peninga yðar. Skó og stígvélasólningar eru bestar og ódýrastar á skó og gúmmívinnustofu í Þingholtsstræti 21. Vandvirkur fagmaður (augl.)
 • 1926: Verslun Ásgeirs Ásgeirssonar, Þingholtsstræti 21 kemur fyrir í auglýsingu um þvottaefni. (augl.) – Sú verslun auglýsir síðan allt til 1962.
 • 1927: Eldur kom upp í gærkvöldi í bifreiðaskúr hjá Þingholtsstræti 21. Kviknaði í benzini og brann talsvert bifreið, sem, þar var inni… (augl.)
 • 1929: Jarðarför Konráðs R. Konráðssonar læknis fer fram í dag, og hefst með húskveðju á heimili hins látna, Þingholtsstræti 21, klukkan 1 eftir hádegi (augl.)
 • 1929: Lárus Jónsson læknir frá Haga er sestur að hjer í bænum. Hann hefir undanfarin tvö ár dvalið erlendis, og aðallega lagt stund á tauga- og geðsjúkdóma. Læknisstofa hans er í Þingholtsstræti 21 (sbr. auglýsingu hjer í blaðinu i dag) – (augl.)
 • 1930: Mig vantar góðan kaupamann, Þingholtsstræti 21 B. (augl.)
 • 1930: Stúlka óskast í vist fyrri hluta dags eða allan daginn. Hátt kaup. Þingholtsstræti 21. Sími 575 (augl.)
 • 1931: Auglýsing frá Mjólkurfélagi Reykjavíkur: „Mjólkurbúðin í Þingholtsstræti 21. Að gefnu tilefni leyfum við okkur að tilkynna, að eftirleiðis verður í mjólkurbúð okkar, Þingholtsstræti 21, að eins seld mjólk og mjólkurafurðir frá okkur sjálfum (sem áður hafa verið mistök á, án okkar vitundar).“ (augl.)
 • 1934: Latínunámskeið. Undirritadur efnir til námskeids fyrir byrjendur í latínu, dagana 7-19. september. Þátttaka tilkynnist fyrirfram í sima 3575 eda heima hjá mjer, Þingholtsstræti 21 kl. 5 -7. Veiti einnig einstökum nemendum frædslu í latínu, þýsku, frönsku og ensku. Dr. Jón Gíslason. (augl.)
 • 1940: Fiskbúðin Þingholtsstræti 21, hefir ávalt nýjan og góðan fisk. (augl.) – Fiskbúðarinnar er getið í auglýsingum fram til 1951.
 • 1941: A.S.B. Fundur verður haldinn í félaginu i Þingholtsstræti 21 kl. 8 1/2 annað kveld (8. jan.). Fundarefni: Samningarnir. Áríðandi að fjölmenna. Stjórnin (augl.)
 • 1941: HRAUSTIR SJÓMENN FÓRUST MEÐ TOGARANUM GULLFOSSI… Meðal þeirra sem fórust var Gísli Ingvarsson, háseti, Þingholtsstræti 21. F. 3. des. 1913. Ókvæntur (augl.)
 • 1942: Tilkynning. Á medan jeg er fjarverandi úr bænum, eru þeir sem þurfa að fá kvarz eda annað pússningarefni, beðnir að snúa sjer til hr. Steinþórs Stefánssonar múrara, Þingholtsstræti 21, Reykjavik. Helgi Hermann Eiríksson (augl.)
 • 1950: Höfum flutt raftækjavinnustofu okkar að Þingholtsstræti 21. Tökum að okkur allskonar raflagnir og viðgerðir. AMPER HF Þingholtsstræti 21. – Sími 81556 (augl.) – Sjá má auglýsingar frá Amper til 1961.
 • 1953: Lækningastofa mín er flutt úr Túngötu 5 í Þingholtsstræti 21 niðri. Viðtalstími eins og áður (kl. 10-11 daglega,nema 1-2 á laugardögum) . Sími á stofu 82765. Bergþór Smári, læknir. (augl.)
 • 1953: Opna lækningastofu í dag 8. október 1953 í Þingholtsstræti 21. Viðtalstími kl. 4-4,30. Sérgrein: Sýkla og ónæmisfræði. Sími: 82765, 82160. Arinbjörn Kolbeinsson, læknir (augl.)
 • 1953: Ráðningarskrifstofa landbúnaðarins er tekin til starfa í Þingholtsstræti 21 undir forstöðu Metusalems Stefánssonar…. Búnaðarfélag Islands (augl.)
 • 1953: Ráðningarskrifstofa landbúnaðarins bendir á að mikil vöntun er nú á kaupafólki til sveitastarfa. Einkanlega kaupakonum og ráðskonum. Skrifstofan er í Þingholtsstræti 21, sími 5976 (augl.)
 • 1953: Opna lækningastofu í dag 7. október 1953, í Þingholtsstræti 21. Viðtalstími klukkan 5.30-6. Sérgrein: Lækningarannsóknir. Símar: 82765 og 3575  Bjarni Konráðsson (augl.)
 • 1954: Úr minningarorðum um Eyjólf Ó. Ásberg: Fljótlega að námi loknu hóf Eyjólfur sjálfstæðan rekstur í iðn sinni og rak hann í nokkur ár í félagi við Kristinn Magnússon, bakarameistara, brauðgerð að Þingholtsstræti 21 sem þótti brátt með fremstu og bestu brauðgerðum í Reykjavík (minningargrein)
 • 2007: Eyþór tekur glæsieign í Þingholtsstræti í gegn.Við sáum þarna einfaldlega kærkomið tækifæri og vildum taka þátt í því endurreisnarstarfi sem hefur verið í gangi í Þingholtunum,“ segir bæjarfulltrúinn Eyþór Arnalds en hann og eiginkonan Dagmar Una Ólafsdóttir keyptu í sumar hundrað ára gamalt timburhús við Þingholtsstræti 21 (grein)