Bygging núverandi húss

Grundarstígur 5 er byggður árið 1912 skv. fasteignaskrá og var fyrsti eigandi hússins Jóhann Jóhannesson kaupmaður. Hönnuður er hins vegar ókunnur. Húsið er svokallað einfalt sveitserhús og hægt að líta á það sem dæmi um hús sem byggt var af nokkrum efnum. Það hefur tekið nokkrum breytingum en þó haldið upprunalegum byggingarstíl (1). Á myndinni hér fyrir ofan sést Grundarstígur 5 (t.h.) og við hliðina Grundarstígur 3 (t.v.) – Húsinu nr. 5 fylgir einnig bakhús sem sést hér fyrir neðan.

Ýmis starfsemi í húsinu í gegnum tíðina

Upplýsingarnar hér á eftir eru engan veginn tæmandi en settar fram eftir bestu vitund. Allar leiðréttingar og viðbætur eru vel þegnar.

 • 1913: Gott fæði fæst á Grundarstíg 5. Mjög hentugt fyrir kennara- og menntaskólanemendur (augl.)
 • 1915: Að Grundarstíg 5 fæst strauning fyrir lágt verð (augl.)
 • 1915: Jóhanna Gísladóttir tekur að sér að kenna börnum innan fermingaraldurs, einnig lesa með þeim ensku og dönsku undir skóla. Kennir einnig hannyrðir alla daga (augl.)
 • 1918: Á Grundarstíg 5 fæst mikið úrvalaf fallegum slifsum. Ennfremur blóm (tau, silki, flauel) – (augl.)
 • 1918: Karlmenn eru teknir i þjónustu (augl.)
 • 1919: Hvergi meira úrval af fallegum blómum en á Grundarstíg 5 (augl.)
 • 1919: Hjúkrunarkona tekur að sér hjúkrunarstörf. Uppl. Grundarstíg 5 (einnig möguleiki að þetta hafi í raun verið á 5 B) – (augl.)
 • 1920:  Hólmfríður Kristjánsdóttir kennir ýmsar hannyrðir, baldýringu, knipl og fleira. Teiknar einnig og bróderar kjóla (augl.) – kennir am.k. til 1921 skv. blaðaauglýsingum
 • 1921: Kniplingar fást á Grundarstíg 5, uppi (augl.)
 • 1922: Kniplingar á upphluti til sölu. Grundarstíg 5, uppi (augl.)1926 – 1927: Helgi Jónsson skósmiður býður skóviðgerðir (augl.)
 • 1932: Helgi opnar aftur skóviðgerðarvinnustofu á Grundarstíg 5 (augl.) og starfrækir a.m.k. til 1937 skv. blaðaauglýsingum.
 • 1942: Sigmar og Sverrir skósmiðir auglýsa oft og mikið (augl.) – alveg til ársins 1944.
 • 1943: RafmagnspIötuspiIari með pick up til sölu. Uppl. i verkstæðinu Grundarstíg 5 (augl.)

Skemmtilegar tilkynningar

 • 1916: 2 geitur til sölu. Dan. Daníelsson, Grundarstíg 5 (augl.)
 • 1918: Grimubúningur (Háskotabúningur) á karlmann til sölu á Grundarstíg 5 (augl.)
 • 1918: Fjögramannafar til sölu (augl.)
 • 1919: Fyrirspurn – „Þú ert þjófur“ (fyrirspurn)
 • 1925: Stúlka (roskin kvenmaður), mætti hafa með sér barn óskast. Uppl. Grundarstíg 5 uppi (augl.)
 • 1941: Góður emaileraður kolaofn til sölu Grundarstíg 5 (augl.)

Grundarstígur 5 fyrir miðri mynd

1. Páll V. Bjarnason. (2004). Húsakönnun:  Bergstaðastræti – Bjargarstígur – Grundarstígur – Óðinsgata – Spítalastígur. Reykjavík:  Árbæjarsafn