Heimildarmynd um líf Hannesar Hafstein

Hannesarholt hefur látið gera 12 mínútna heimildamynd um Hannes Hafstein og uppvaxtarár borgarinnar. Guðjón Friðriksson gerði handritið og Björn Brynjúlfur Björnsson hjá Reykjavík Films gerði myndina. Gestum og gangandi býðst að horfa á myndina þegar því verður við komið í einni af vistarverum Hannesarholts. Áhugasamir gefi sig fram við starfsfólk Hannesarholts eða hringi í síma 511-1904. Myndin hefur hlotið einróma lof gesta og gefur eftirminnilegt sögulegt samhengi.

(A 12 minute documentary about Hannes Hafstein and the formative years of the city can be watched upon request at Hannesarholt. The documentary was made by Reykjavik Films (Björn Brynjúlfur Björnsson) and the script was written by Guðjón Friðriksson, historian). The documentary has been widely praised, and offers a historical context.