Reykjavík 1926

Eftirfarandi myndband er að finna á Youtube og sýnir afar skemmtilegar svipmyndir frá Reykjavík árið 1926. Höfundur þess hét Burton Holmes.

Á myndbandinu sést m.a. þegar komið er til hafnar í Reykjavík; miðbærinn s.s. dómkirkjan og Austurvöllur; börn og unglingar; lögreglumenn í Reykjavík; glíma; þarfasti þjónninn og fleira. Afar skemmtileg heimild um liðna tíð.