Hannesarholt – Heimili Heimsmarkmiðanna

Hugtakið kom frá erlendu gestum okkar, fyrir nokkru síðan, sem sögðu slíkt heimili vanta og Hannesarholt væri kjörið í hlutverkið. Miðstöð þar sem fólk gæti komið til að kynna sér heimsmarkmiðin og læra um þau. Það tók töluverðan tíma fyrir forráðamenn Hannesarholts að venjast þessarri hugsun, en nú höfum við stigið inn í þá framtíðarsýn að Hannesarholt bjóði sig sem heimili Heimsmarkmiðanna, enda er það rökrétt framhald af því sem Hannesarholt hefur gert frá stofnun, með fortíð, nútíð, framtíð undir, og nú er það framtíðin sem kallar á athygli, með fulltingi fortíðar. Til að þetta geti orðið að veruleika svo um munar þarf að koma til náið samstarf Hannesarholts og stjórnvalda, þar með talið um fjármögnun.