Á myndasýningunni hér fyrir neðan eru myndir af fyrstu eigendum hússins og síðan svipast um á hverri hæð og rifjað upp hvernig einstaka herbergi voru notuð. Heimildarmaður okkar er Grétar Guðbergsson sem dvaldi mikið í húsinu en hann er dóttursonur Helga Guðbrandssonar, sem keypti húsið árið 1928 en það var í eigu fjölskyldunnar til 2007.

Húsið er kjallari, tvær hæðir og ris. Það voru leirbrúnir dúkar á húsinu þar til Helgi Guðbrandsson lét skipta um þá. Oft líka renningar á gólfunum.

Myndasýning

Tákn fyrir "sýna í fullri stærð"
Athugið að til þess að skýringar birtist með myndunum, þarf myndasýningin að vera í fullri stærð. Smellið á táknið (eins og sýnt er hér til vinstri)  sem staðsett er neðst til hægri eftir að sýningin hefur verið opnuð. Þá opnast hún í fullri stærð. E.t.v. þarf einnig að smella á „Show info“ efst í horninu til hægri.