Í veitingastofunum á 1. hæð hússins láta matgæðingar hússins til sín taka. Alúð er lögð í að vinna allan mat frá grunni og úr góðu hráefni sem skilar sér til gesta í bragðgóðum og fallegum mat, brauði og kökum.

Frá þriðjudegi til laugardags er boðið uppá morgunmat og í hádegi eru framreiddir léttir réttir: fiskur dagsins, grænmetisréttur (vegan), súpa, grænmetisbaka og plokkfiskur.

Veitingar fyrir fundi, veislur og aðrar samkomur eru einnig handeraðar.