Í veitingastofunum á 1. hæð hússins láta matgæðingar hússins til sín taka. Alúð er lögð í að vinna allan mat frá grunni og úr góðu hráefni sem skilar sér til gesta í bragðgóðum og fallegum mat, brauði og kökum.

Á virkum dögum er boðið uppá morgunmat og í hádegi eru framreiddir léttir réttir: fiskur dagsins, grænmetisréttur (vegan), súpa, grænmetisbaka og plokkfiskur. Um helgar er það vinsæli dögurðurinn okkar, helgarbrönsinn, sem er allsráðandi, jafnt fyrir grænkera og aðra. Alla daga vikunnar er að sjálfsögðu hægt að gæða sér á dýrindis heimabökuðu bakkelsi og nýlöguðu kaffi.

Veitingar fyrir fundi, veislur og aðrar samkomur eru einnig handeraðar.

Veitingastofurnar eru opnar frá 11.30 kl.23 fimmtudaga, föstudaga og laugardaga, frá 11.30-17, þriðjudaga, miðvikudaga og sunnudaga, lokað á mánudögum í sumar.