Kvöldstund með Jasminu og Özru

hér gleymdist að setja alt texta :/

Dagsetning:

  • 19/10/2023 kl. 00:00

Kvöldstund í Hannesarholti fimmtudaginn 19.október með mæðgunum Jasminu Vajzovic og Özru Crnac.  Jasmina kom til Íslands fyrir tuttugu árum, sem flóttamaður, ásamt foreldrum sínum. Hún er innflytjandi, flóttakona, stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í málefnum flóttafólks og innflytjenda. Jasmina fæddist í Bosníu og Hersegóvínu og bjó þar sem barn á meðan stríðið geisaði í landinu á árunum 1992-1995. Hún greinir frá upplifun sinni af því búa við stríðsástand og hvernig er að vera barn á flótta í sínu eigin landi. Hún lýsir ástandinu og þeim erfiðleikum sem hún og fjölskylda hennar þurftu að fara í gegnum á þessum tíma sem flóttamenn og greinir frá þeim mótandi áhrifum sem þessi átakanlega lífsreynsla hafði á hana.

Azra Crnac, annars kynslóðar innflytjandi, klínískur atferlisfræðingur og síðast en ekki síst dóttir Jasminu segir frá reynslu sinni af því að vera fædd og uppalin á Íslandi með foreldra sem flúðu stríð. Fjallað verður sérstaklega um persónulega sem og faglega reynslu Özru í móttöku flóttabarna í helstu stofnunum landsins og hvar þau standa í samanburði við innfædda.