Hleð Viðburðir

Stefán Boulter opnar sýninguna Birtingarmyndir í Hannesarholti laugardaginn 29.ágúst kl.15-16.30. Verkin á sýningunni eru allt olíumálverk á striga.

Stefán hefur kosið að kalla það sem hann gerir “ljóðrænt raunsæi.” Hann býr til táknmyndir sem eru frásagnarlegs eðlis, bæði persónulegar og byggðar á þekktum og fornum grunni. Hugleiðingar um náttúruna, tilvist okkar í henni og dýrkun hennar skipar þar stóran sess, með áherslu á dýrin og viðveru hluta og áru þeirra. Hann hefur einnig verið talsmaður nýrra og breyttra heimspekilegra viðhorfa í listsköpun og bera verk hans þess merki. Stefán hefur sýnt verk sín í söfnum og galleríum bæði hér heima og erlendis.

Sýningin er sölusýning og stendur til 17.september.