Hleð Viðburðir

Guðrún B. Ingibjartsdóttir heldur einkasýningu á vatnslitamyndum í Hannesarholti 13. apríl til 8. maí. 2019

Guðrún er fædd og uppalin á bænum Hesti við Ísafjarðardjúp. Guðrún er sjúkraliði og hefur unnið á Landsspítala/Háskólasjúkrahúsi lengst af en starfar nú á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík.

Guðrún hefur málað með vatnslitum í rúm 20 ár alveg síðan hún fór fyrst á námskeið hjá Erlu Sigurðardóttur í Myndlistaskóla Kópavogs. Síðan hefur Guðrún sótt mörg námskeið í vatnslitamálun hér og einnig í Englandi og Frakklandi. Guðrún hefur haldið nokkrar einkasýningar og eina samsýningu.

Opnun 15:00 til 17:00 þann 13. apríl 2019