Hleð Viðburðir

FARVEGUR nefnist vatnslitasýning Ólafar Svövu Guðmundsdóttur sem opnar laugardaginn 8.ágúst kl.15-17. Myndirnar eru málaðar á síðustu tveimur árum. Sýningin er sölusýning og stendur til miðvikudagsins 26. ágúst.

Ólöf er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún er útskrifaður leikskóla-og listgreinakennari. Skapandi starf og þróunarverkefni í leikskólum hefur átt hug hennar síðastliðin þrjátíu og fimm ár. Einnig kenndi Ólöf vatnslitamálum í Myndlistarskóla Kópavogs síðastliðið ár.

Ólöf segir vatnsliti hafa heillað sig alla tíð: ,,Þeir eru uppspretta hugmynda og ævintýra. Gegnsæi og eiginleiki vatnslitanna hvetja til sköpunar. Sköpunin finnur sér alltaf farveg. Farvegurinn er náttúran, birtan og sköpunin. Við erum ekkert án náttúrunnar. Hún er lífið sjálft.“