Hleð Viðburðir

Þröstur Eiríksson fæddist á Seyðisfirði árið 1966 og ólst þar upp í stórum og samheldnum systkinahópi. Hann bjó á Reykjavíkursvæðinu frá framhaldsskólaaldri þar til hann ásamt fjölskyldu sinni tók föggur sínar og flutti til Osló árið 2009.

Hann hefur verið ljósmyndaáhugamaður frá unga aldri og var fermingarpeningurinn notaður til að fjárfesta í fyrstu myndavélinni.

Í gegnum tíðina hefur áhugamálið þróast frá hreinni græjudellu í ástríðu fyrir heildarferlinu, allt frá myndbyggingu, myndatöku, eftirvinnslu og tilraunum með óhefðbundnar aðferðir við framsetningu.

Þröstur er sérfræðingur í gagnanetstækni og netöryggismálum og hefur hann unnið sem ráðgjafi og lausnaarkitekt i tengslum við krítískan iðnað eftir að hann flutti til Noregs.

Annasamur hversdagurinn veldur því að lítill tími er fyrir áhugamálið en þá er tilvalið að setja sjálfan sig undir pressu og ákveða að setja saman sýningu.

Myndirnar á sýningunni eru teknar í heimalöndunum (Íslandi og Noregi) á síðastliðnum 10 árum eða svo.

Myndirnar eru unnar á einstakan hátt sem þú hefur trúlega ekki séð áður, prentaðar með hágæða hráefnum, húðaðar med lakki og síðan Epoxy. Öll lögin hafa í sér vörn fyrir útfjólubláu ljósi sem verndar og lengir líftíma myndanna.

Upplýsingar

Dagsetn:
19. júní
Tími:
14:00 - 16:00
Viðburður Categories:
, ,

Staðsetning

Hannesarholt
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map