

Hljóð í ljóði
25. apríl @ 20:00 - 21:30
Þórdis Gerður Jónsdóttir, sellóleikari, hefur síðustu tvö unnið að tónlist sem unnin er upp úr ljóðum með því markmiði að fanga stemningu hvers ljóðs og framlengja í lag. Skáldin sem eiga ljóð á efnisskránni eru Davíð Stefánsson, Steinn Steinarr, Steingrímur Thorsteinsson, Ásta Sigurðardóttir, Gerður Kristný og Ragnar Helgi Ólafsson. Tónlistin sækir innblástur í stemningu ljóðanna, form eða formleysi þeirra og orðalag og er áframhaldandi tilraun Þórdísar til að gera sellóið að leiðandi tónlist í jazzi og spuna.
Flytjendur auk Þórdísar á selló eru Birgir Steinn Theodórsson á kontrabassa, Hilmar Jensson á rafgítar, Matthías M.D. Hemstock á slagverk og Óskar Guðjónsson á saxófón.