Hleð Viðburðir

Harpa Másdóttir opnar einkasýningu sína í Hannesarholti föstudaginn 29.maí kl.16-18.

Hringformið er hið fullkomna form. Það skírskotar til hringrásar, hringrásar lífsins og hringrásar í sífelldri verðandi. Hringurinn táknar stöðuga hringrás skynjunar sem er endurtekning án þess að vera endurtekning, því að ný sjónarhorn og túlkun eru alltaf í sjónmáli. Hlutirnir eru endurhugsaðir með því að taka fleti sem hafa verið skapaðir, rífa þá niður, afmá og byggja upp á ný. Allt getur gerst í öruggu umhverfi hringformsins.

Sýningin er sölusýning og stendur til 21.júní 2020. Opið um helgar frá 11.30 til 17.