Hleð Viðburðir

Verið hjartanlega velkomin á opnun laugardaginn 26. nóvember klukkan 11.00 á efstu hæð í Hannesarholti

/// English below ///

Á sýningunni Leikur að garni verða til sýnis og sölu barnapeysur, húfur, dúkkuhúfur og dúkkupeysur prjónaðar úr léttlopa hannaðar af Halldóru Sigríði Bjarnadóttur. Peysurnar eru litríkar, bjartar og skemmtilegar og í þeim er mikill leikur.

Sýningin fer fram dagana 26. og 27. nóvember á baðstofuloftinu í Hannesarholti, Grundarstíg 10, 101 Reykjavík. Aðgengi er ekki gott.

Halldóra Sigríður Bjarnadóttir (f. 1989) útskrifaðist frá Starfsbraut í fataiðn í Tækniskólanum vorið 2009. Þá stundaði hún nám við Hústjórnaskólann á Hallormstað vorið 2010.

Halldóra útskrifaðist árið 2013 frá Háskóla Íslands í Starfstengdu Diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun.

Halldóra prjónar barnatátilíjur og skó í umboðsölu fyrir Handprjónasambandið. Hún hefur einnig hannað eigin peysur og húfur.

Fyrir sýninguna var Halldóra í góðu samstarfi við Erlu Dís Arnardóttur sem er textílkennari. Þær hittust reglulega í hugmyndavinnu fyrir sýninguna og er útkoman sýningin Leikur að garni.

Þetta er fyrsta sýning Halldóru á vegum List án landamæra

///

Playing with yarn

We welcome you to the opening at 11.00 on the 26th of november on the top floor of Hannesarholt

At the exhibition Playing with Yarn, children’s sweaters and hats as well as dolls’ sweaters and hats will be displayed. The pieces that are made of Icelandic light woven wool are designed and hand knitted by Halldóra S. Bjarnadóttir.

The pieces are colorful, bright, fun and playful.

The exhibition takes place 26.-27. of November in the Sitting room located at the top floor of Hannesarholt, Grundarstigur 10, 101 Reykjavik.

Halldóra Sigríður Bjarnadóttir (b. 1989) graduated from the Icelandic Technical School in 2009 and studied at the House- and Crafts School in Hallormsstað in the spring of 2010. She graduated with a vocational diploma for people with disabilities, from University of Iceland.

Halldóra designs and knits baby shoes from Icelandic wool for the Handknitting Association of Iceland.

The exhibition is a collaborative effort of Halldóra and Erla Dís Arnardóttir who is a textile teachers. When planning the exhibition, they met regularly discussing and trying out new ideas. The final result is the exhibition at Hannesarholt.