Hleð Viðburðir

Kristján R. Jessen er fæddur í Reykjavík 1949. Hann lauk doktorsprófi í taugavisindum við University College London 1980, hefur verið þar professor siðan 1993 og rekið umfangsmiklar rannsóknir a úttaugum, einkum þroskun þeirra á fósturskeiði og taugaviðgerdum eftir slys eða skemmdir. Kristján hefurur sótt myndlistarnámskeið í Myndlista- og handiðaskóla Íslands, stundað myndlist í hjáverkum í fjölda ára og tekið þá í samsýningu (Westminster Artists) í London, en þetta er fyrsta einkasýning hans.

Flestar myndanna eru byggðar a gömlu grásleppukofunum vid Ægissíðu. Þeir eru eru komnir að hruni, og verða brátt fjarlægðir til endurbyggingar í upphaflegri mynd. Myndirnar fjalla um þessi gömlu hús í því sérstaka ástandi sem eru nú í, eftir margra ára ágang veðurs, vinda og óþekktarorma.