Hleð Viðburðir

Breski listamaðurinn Sandhya sýnir myndljóð (visual poetry) á baðstofulofti Hannesarholts og í veitingastofum. Sandhya er tíður gestur á Íslandi en þetta er í fyrsta sinn sem hún sýnir verk sín hér. Sandhya vinnur bókverk og semur ljóð sem hún miðlar í ólíku formi, allt frá hefðbundnum textaverkum og vídeóverkum til ljóða sem varpað er á dansandi líkama. Hún leggur sérstaka áherslu á þátt lesandans eða áhorfandans í merkingarferlinu. List sína kallar hún visual poetry.
Sýningin The Second Self býður gestum að hugleiða leitina að umbreytingu í gegnum myndræna ljóðainnsetningu sem samanstendur af vídeóverki og prentverkum. Í vídeóverkinu verður líkaminn síða sem verður vettvangur íhugullar samræðu í gegnum hreyfingu, hljóð og ljóð. Leitin heldur síðan áfram í prentuðum og brotakenndum bókverkum og textum sem hafa umbreyst í sérstöku sköpunarferli og skilja eftir sig spor hins annars sjálfs.
Innsetningin er sett upp í samstarfi við Bókmenntaborgina.