Hleð Viðburðir

Marilyn Herdís Mellk opnar sýningu á verkum sínum þann 3.maí í Hannesarholti og mun hún standa í fjórar vikur.

Marilyn Herdís Mellk er íslensk/amerísk fædd 1961 og hefur búið á Íslandi síðan 1981. Hún stundaði listnám við California College of Arts and Crafts (núna California College of the Arts) og Myndlista- og handíðaskóla Íslands þaðan sem hún útskrifaðist 1987 úr Grafíkdeild.

Hún hefur tekið þátt í mörgum sýningum og er ein af myndlistarmönnunum sem reka saman Gallerí Korpúlfsstaðir Í Reykjavík. Marilyn er félagi í Íslensk grafík og Sambandi íslenskra myndlistarmanna.