Hleð Viðburðir

Magnaðir litir sem takast á – fíngerð, litbrigði, skuggar og heillandi víðsýni. Allt þetta einkennir ekki aðeins íslenskt landslag heldur líka málverk listakonunnar Sjafnar Har.

Sjøfn Har er fædd 1953 og uppalin í Stykkishólmi. Hún á 11 ára myndlistanám að baki, fyrst vð Myndlista- og Handíðaskóla Íslands, þaðan sem hún útskrifaðist sem myndmenntakennari og í framhaldi af því lauk hún 2ja ára framhaldsnámi annars vegar í frjálsri myndlist og myndsköpun og hins vegar í mótun frá keramikdeildinn í MHÍ. Sjøfn lauk Cand. Phil. prófi í myndlist frá Konunglega Listaháskólanum í Kaupmannahöfn árið 1984. Þar lagði hún megináherslu á keramik og önnur efni.

Sjøfn Har hefur rekið eigin vinnustofu í Kaupmannahöfn, Reykjavík, Eyrarbakka, Stokkseyri og nú í Garðabæ. Málverk og skúlptúrar eftir Sjøfn Har eru í eigu fjölda einstaklinga og fyrirtækja á Íslandi sem og erlendis, auk þess sem verk hennar hafa verið valin til að prýða veggspjöld, minjagripi og verðlaunagripi fyrir samtök og stofnanir. Sjøfn Har hefur einnig unnið verk á opinberar byggingar hér á landi og erlendis. Verk hennar hafa birst á póstkortum og á forsíðum tímarita og bókakápa heima og erlendis. Sjøfn Har var valin til að gera Útflutningsverðlaun Forseta Íslands fyrir árið 2001.

Sjøfn Har hefur haldið einkasýningar í Kaupmannahöfn, London, New York og á Íslandi frá árinu 1980.
Sýningin MYNDIRNAR MÍNAR er 17. einkasýning Sjafnar.