Hleð Viðburðir

Kvöldstund með Dómhildi Sigurðardóttur færist fram til 9. apríl 2021. Í Hljóðbergi Hannesarholts segir hún sögur úr Hálshreppi hinum forna, í Suður-Þingeyjarsýslu.

Dómhildur er fædd á Draflastöðum í Fnjóskadal árið 1937 og ólst upp við sveitastörf á gjöfulli jörð. Hún segir frá atburðum, fólki og staðháttum, sem kalla fram svipmyndir og varpa ljósi á lífið í sveitinni á 19.öld.

Ævistarf Dómhildar var við kennslu og einnig leiðsögn fyrir ferðamenn á sumrum. Einar Clausen tekur nokkur lög við við undirleik Arnhildur Valgarðsdóttur, dóttur Dómhildar. Sonur hennar, Axel Axelsson, stjórnar myndasýningu sem tengjast textanum.

Miðar

The numbers below include tickets for this event already in your cart. Clicking "Get Tickets" will allow you to edit any existing attendee information as well as change ticket quantities.
Kvöldstund
kr. 2,500.00