Hleð Viðburðir
ARKIR sýna bókverk í Hannesarholti 6. febrúar til 6. mars 2016
 
Listahópurinn ARKIR sýnir ný og eldri bókverk í Hannesarholti í febrúar. Flest verkin eru aðeins til í einu eintaki en efni og aðferðir sem notaðar eru við sköpunina eru margvíslegar, svo sem pappírsbrot, klippitækni og skurður, textílaðferðir, málun og teikning, þrykkaðferðir, tölvugrafík o.fl.
 

Listahópurinn ARKIR hefur starfað allt frá árinu 1998 en meðlimir hópsins sinna öllu jafna margvíslegri listsköpun á sviði málara- og grafíklistar, textíllistar, ritlistar, myndlýsinga og hönnunar. Frá árinu 2005 hafa ARKIR hafa haldið fjölda bókverkasýninga og tekið þátt í samsýningum hérlendis og erlendis.

Verk á sýningunni í Hannesarholti eiga Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Bryndís Bragadóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Jóhanna M. Tryggvadóttir, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir.

 
Nánari upplýsingar á heimasíðu ARKA: https://arkir.wordpress.com/