Hleð Viðburðir

Margrét Kolka Haraldsdóttir er fædd 1948 í Reykjavík.

Lauk kennaranámi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og rak Myndlistarskóla Garðabæjar í 15 ár ásamt Ingibjörgu Styrgerði Haraldsdóttur. Lauk MA prófi frá Háskóla Íslands og hefur kennt dönsku við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Margrét hefur unnið við brúðuleikhús og var um árabil formaður samtaka brúðuleikhússfólks, UNIMA á Íslandi.

Margrét Kolka hefur lagt stund á vatnslitamálun undanfarin ár og notið handleiðslu ýmissa kennara, þar á meðal Erlu Sigurðardóttur, Derek Mundell, Bridget Woods, Keith Hornblower og fleiri.

Hún hefur sýnt bæði með öðrum víðs vegar um landið og haldið einkasýningu í Listhúsi Ófeigs. Margrét Kolka er meðlimur í Félagi norrænna vatnslitamálara, NAS og sýndi hún með félaginu í Norræna húsinu síðastliðið vor og mun einnig taka þátt í sýningu með þeim núna í vor í Wales á sameiginlegri sýningu Royal Watercolour Society of Wales og NAS.