Mikill bruni varð í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 25. apríl 1915. Eldur hafði komið upp í Hótel Reykjavík í Austurstræti 12. Einn af þeim sem fyrstir urðu varir við eldinn var Hannes Hafstein á leið heim úr gestaboði í miðbænum. Eldurinn breiddist hratt yfir í nærliggjandi hús og alls brunnu 12 hús í miðbænum, þar af mörg stórhýsi.
Tveir menn fórust í eldsvoðanum en Hannes hafði varið kvöldinu í félagsskap annars þeirra. Þessi atburður hafði mikil áhrif á viðhorf til brunavarna. Í kjölfar hans var sett ákvæði í byggingareglugerð bæjarins þar sem bannað var að byggja timburhús nema á opnum svæðum. Með því urðu þáttaskil í byggingarsögu Reykjavíkur og upp hófst tímabil svokallaðrar steinsteypuklassíkur; 1915–1930.
Hannes Hafstein fær Benedikt Jónasson verkfræðing til að gera uppdrátt af lóð og húsi á horni Grundarstígs og Skálholtsstígs.
Teikningar Benedikts Jónassonar, undirritaðar 27. maí 1915Daginn eftir, 28. maí, sækir Hannes um bygginga-nefndarleyfi til að reisa húsið. Í umsókninni kemur fram að gólfið yfir kjallaranum og stigar verði „gert úr járnbendri steinsteypu.“ Að öðru leyti verði „húsið gert svo eldtryggt sem tök eru á bæði að utan og innan“. Umsókn Hannesar Hafstein um byggingarleyfi
Lóðin undir húsið er stofnuð út úr lóð Þingholtsstrætis 27 en hún var í eigu Jóns Jenssonar yfirdómara sem hafði reist sér timburhús þar árið 1897. Kaupin voru gerð 14. júní og var hafist handa við byggingu hússins strax í júní.
Byggingaframkvæmdir virðast hafa gengið nokkuð hratt og vel fyrir sig, því þær hófust í júní 1915 og var lokið að hausti sama árs. Húsið er á meðal 15 elstu steinsteyptu húsanna í Reykjavík og eitt af örfáum húsum sem þekkt eru eftir Benedikt Jónasson, en hann var bæjarverk-fræðingur, slökkviliðsstjóri og byggingarfulltrúií Reykjavík á árunum 1911–1914. Vitað er með vissu að hann teiknaði einbýlishúsið að Túngötu 8 og stórhýsið að Laugavegi 42 en öll eru þessi hús hluti af svokallaðri steinsteypuklassík í Reykjavík. Húsið að Grundarstíg 10 ber þess vott að Benedikt hafi haft næma tilfinningu fyrir byggingarlist, eins og Hörður Ágústsson orðar það í bók sinni, Íslensk byggingararfleifð.
Húsið er voldugt steinhús með mansardþaki, hátt til lofts og fallega skreyttir gifslistar í kverkum og í kringum ljósakrónur. Í brunavirðingargjörð frá 16. nóvember 1915 segir m.a. að H. Hafstein bankastjóri hafi byggt íbúðarhús „með brotnu þaki, kvisti, 3 kvistgluggum, veggsvölum og 8 1/4 alin risi, á lóð sinni við Grundarstíg. Hús þetta er allt byggt úr steinsteypu og með þakhellu á plægðri borðasúð með pappa og listum á milli. Gólfin eru úr steinsteypu og klætt með „kokolith“ innan á alla útveggi. Niðri í húsinu eru 4 íbúðarherbergi, eldhús, búr, 2 forstofur, vatnssalerni og fastir skápar, allt kalksljettað, „betrekt“ og málað. Þar eru 2 ofnar og 1 eldavjel.“
Hannes Hafstein flutti inn í húsið í október ásamt fjölskyldu sinni, þá ekkjumaður. Með honum flytja ömmurnar tvær, móðir hans og tengdamóðir, og sjö af átta börnum.
Elsta dóttirin var þá þegar gift. Auk þess bjuggu í húsinu ráðskona og vinnukonur. Símanúmerið á Grundarstíg 10 var 5.
Hannes Hafstein heldur upp á 54 ára afmæli sitt í nýja húsinu 4. desember 1915. Þá má ætla að fjölskyldan hafi verið búin að koma sér vel fyrir á nýju heimili, altjent má sjá á ljósmynd sem tekin var á afmælisdaginn að myndir hafa verið hengdar upp á veggi.
Í millitíðinni hefur margt drifið á daga hússins að Grundarstíg 10, eins og gengur með hundrað ára gömul hús. Hannes Hafstein bjó þar þau ár sem hann átti eftir ólifað, en hann lést 13. desember 1922, aðeins 61 árs að aldri.
Magnús Pétursson bæjarlæknir kaupir húsið árið 1923, eftir andlát Hannesar, og býr þar ásamt fjölskyldu sinni til 1928.
Helgi Guðbrandsson sjómaður frá Akranesi og Guðrún Illugadóttir kona hans kaupa húsið árið 1928. Húsið er síðan í eigu ýmissa afkomenda þeirra allt til ársins 2007.
Síðasti eigandinn í fjölskyldu Helga Guðbrandssonar og Guðúnar Illugadóttur er Helgi Guðbergsson læknir, sem bjó í húsinu frá 1979 ásamt börnum sínum og þáverandi eiginkonu, Guðnýju Magnúsdóttur leirlistakonu, sem hafði þar leirkeraverkstæði um skeið.
Ragnheiður J. Jónsdóttir, Arnór Víkingsson og börn þeirra (1904 ehf.) kaupa húsið í desember 2007 í því skyni að gera það upp og opna almenningi.
Fjölskyldan við opnun Hannesarholts 8. febrúar 2013: Víkingur Heiðar, hjónin Arnór og Ragnheiður, Marinella Ragnheiður Haraldsdóttir (móðir Ragnheiðar), Hrafnhildur, Jón Ágúst og Marinella.Hafist handa við endurbætur á húsinu og teikningu að viðbyggingu. Höfundar að endurbótum og viðbyggingu eru arkitektarnir Stefán Örn Stefánsson og Grétar Markússon á ARGOS ehf., Arkitektastofu Grétars og Stefáns, í samstarfi við Árna Þórólfsson arkitekt sem hafði umsjón með hönnun innréttinga og frágangi á salnum Hljóðbergi. Umsjónarmaður með samræmingu á hönnun og öllum framkvæmdum var Gunnar St. Ólafsson verkfræðingur. Gunnar var einnig byggingarstjóri verksins.
Formleg opnun Hannesarholts 8. febrúar.
Hannesarholt fær Fegrunarviðurkenningu Reykjavíkurborgar.
Árni Þórólfsson arkitekt, (efst) Guðjón H. Gunnbjörnsson yfirsmiður, Gunnar St. Ólafsson byggingastjóri, Arnór Víkingsson eigandi, Víkingur Heiðar Arnórsson eigandi, Ragnheiður Jóna Jónsdóttir eigandi, (efst) Grétar Markússon arkitekt, Marinella Arnórsdóttir eigandi, (efst) Sveinn E. Magnússon smiður.Stefán Örn Stefánsson og Grétar Markússon, arkitektar FAÍ, í samstarfi við Árna Þórólfsson, arkitekt FAÍ, við nýbygginguna Hljóðberg.
Landslag ehf. undir stjórn Reynis Vilhjálmssonar, landslagsarkitekts FÍLA
Verkfræðistofan VIK, Ingvar Blængsson og Kristján Engilbertsson
Helgi Kr. Eiríksson í Lumex
Árni J. Gunnlaugsson og Sverrir Jónsson, verkfræðingar hjá VJI, Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar ehf.
Gunnar H. Pálsson, verkfræðingur FRV
Gunnar St. Ólafsson verkfræðingur
„Um þessar mundir eru fimm ár liðin frá því að ég og Grétar Markússon félagi minn hittum þau Ragnheiði og Arnór í fyrsta sinn til að ræða um þetta hús og þær hugmyndir sem þau höfðu um það og notkun þess. Í fyrstu fundargerð sem varðveist hefur af mörgum fundum er farið yfir alls konar mál er varða húsið og kjallarann og undirbúning ýmiss konar, en fundargerðinni lýkur þannig: „Rætt var um notkun hússins og framtíðardrauma og hvar mætti leita fyrirmynda sem kannski eru fáar til og finna verður eigin leiðir.“
Og það hafa þau svo sannarlega gert, fundið eigin leiðir til að gera þetta hús að ramma utan um þær hugsjónir og þann anda hússins og mannsins sem það byggði og sem þau fundu fyrir þegar þau komu hér fyrst inn. Við arkitektarnir höfum fengið að taka þátt í því með þeim og samstarfsmönnum okkar, Árna Þórólfssyni arkitekt, Gunnari H. Pálssyni, akústískum ráðgjafa, og síðast en ekki síst Gunnari St. Ólafssyni byggingastjóra, sem og öðrum tæknimönnum og landsliði iðnaðarmanna að skapa umgjörðina um þessa starfsemi í gamla húsinu og þessum nýja sal. Við erum þakklátir fyrir þá vegferð og fullir væntinga til þess að hér megi hljóma bæði þýðir og stríðir tónar og sem flestir fái notið hússins og húsið að njóta sem flestra.“
Stefán Örn Stefánsson, arkitekt hjá ARGOS (brot úr ávarpi á opnunardegi Hannesarholts, 8. febrúar 2013)„Deka kemur fyrst að Grundarstíg 10 í ágúst 2008. Hreinsað er út úr kjallaranum svo hægt sé að brjóta gólfplötuna.
Í október 2009 er hafist handa við að reisa vinnupalla og í framhaldi byrjað á að laga glugga. Í nóvember er hreinsað út úr bílskúr svo hægt sé að rífa hann og grafa fyrir salnum og í desember er fyrsta steypan.
Í janúar 2010 er byrjað á uppslætti á sökkulveggjum og stoðveggjum sem snúa að Grundarstíg 8. Unnið er að uppslættinum með smáhléum fram í mars. Þá er sett verkbann á framkvæmdir vegna viðbyggingar vegna kæru frá nágrönnum. Í maí er hafist handa við að brjóta undan sökklum á gamla húsinu og hækka lofthæð í kjallara um 50 cm, ásamt því að hreinsa af háaloftinu og rífa af gólfinu. Steypuvinnu í kjallara lýkur í ágúst og byrjað er að breyta veggjum á 2. hæð og saga fyrir gluggum og einangra þak, gera við fúa og koma fyrir þakgluggum.
2011 er byrjað að innrétta háaloftið, steypa í hurða- og gluggagöt á 1. og 2. hæð, svo og svalir á háalofti. Stiga upp á háaloft er lyft um 2,5 cm. Í september er svo hafist handa við að klára 1. og 2. hæð að fullu og því lýkur í byrjun desember.
Í byrjun apríl 2012 er byrjað á sökklum og veggjum vegna salarins og uppsteypan fer fram í júlí. Í ágúst er byrjað að smíða glugga og síðan klárað að innrétta kjallarann. Verkinu lýkur í febrúar 2013.
Annað eins tækifæri kemur ekki oft til manns í smíðinni. Þetta spannaði nánast alla flóru íslenskrar byggingargerðar, allt frá sökklum til fínasta frágangs og viðhalds á eldra húsi. Það hefur verið frábært að vinna með fagmönnunum sem valdir voru með okkur – allir unnum við samtaka eins og við hefðum aldrei gert annað. Kannski áttu pönnuköku- og vöfflukaffi Deka einhvern þátt í því.
Fyrir hönd Deka ehf. vil ég þakka eigendum Hannesarholts fyrir þetta tækifæri. Ragnheiður og Arnór hafa stutt okkur frá fyrsta degi og öðrum eins hlýhug hef ég aldrei kynnst. Byggingastjóranum Gunnari St. Ólafssyni kann ég miklar þakkir, sem og öllum hönnuðum hússins. Við hjá Deka erum ótrúlega stoltir af verkefninu og ég vona að húsið nýtist eins og til var ætlast.“
Guðjón H. Gunnbjörnsson, yfirsmiðurGuðjón Heiðar Gunnbjörnsson, húsasmíðameistari (1964)
Sveinn Einar Magnússon, húsasmíðameistari (1956)
Þórður Viðar Snæbjörnsson, húsasmíðameistari (1961)
Reynir Gíslason, smiður (1937)
Gísli Björn Reynisson, smiður (1987)
Davíð Snær Sveinsson, smiður (1990)
Jóhannes Karlsson, smiður (1961)
Jóhann Óskar Ragnarsson, smiður (1988)
Lýður Ragnar Arason, verkamaður (1985)
Sigvaldi Ólafsson, verkamaður (1992)
Snorri Þórðarson, verkamaður (1988)
Friðrik Þórðarson, verkamaður (1993)
Hafsteinn Örn Guðjónsson, verkamaður (1996)
Guðjón, Sveinn og félagar þeirra hjá Deka önnuðust viðgerðir á gluggum og hurðum í gamla húsinu. Nýja ramma í gömlu gluggana smíðaði Sveinbjörn Gröndal trésmíðameistari og sömuleiðis lagaði hann gömlu útihurðina; tók hana í sundur, endurbætti og setti saman að nýju. Útihurðirnar á Hljóðbergi smíðaði Eiríkur J. Ingólfsson og sonur hans, Ingólfur Eiríksson, á verkstæði þeirra í Borgarnesi Gamli stiginn var endurbættur og lagfærður af Antoni Erni Guðmundssyni hjá Handriðum og stigum ehf. Talið er að tröppurnar í húsinu séu fyrstu steinsteyptu tröppurnar innanhúss í Reykjavík. Stálhandrið voru smíðuð hjá Stálprýði ehf. Loftaplötur í sal voru keyptar í gegnum Áltak en þær voru mótaðar hjá Blikkás / Funa.
Guðmundur Guðlaugsson, innréttingasmiður (1962)
Grétar Marteinsson, innréttingasmiður (1961)
Bragi Guðjónsson, múrarameistari (1944)
Þröstur Eggertsson, múrarameistari (1951)
Jón Hjörtur Þrastarson, múrari (1977)
Guðmundur Gunnlaugsson, múrari (1965)
„Okkar vinna í Hannesarholti var mjög fjölbreytt, allt frá því að vera mjög gróf yfir í að vera mjög fín; skemmtileg lökkun og marmaramálun. Vinnan í húsinu var afar ljúf, verk sem rann vel áfram undir stjórn eigenda. Þetta er verk sem skilur eftir góðar minningar.“
Jón Eiríksson, málarameistari hjá FagmálunJón Eiríksson, málarameistari (1952)
Guðlaugur Þórðarson, málarameistari (1951)
Mariusz Cawlina, málari (1976)
Andri Már Arnlaugsson, málari (1982)
Lóa Katrín P. Biering, innanhússarkitekt (1972)
Einar Beinteinsson, dúklagninga- og veggfóðrunarmeistari (1959)
Beinteinn Ásgeirsson, dúklagninga- og veggfóðrunarmeistari (1932)
Við vorum á meðal þátttakenda í endurbyggingu hússins Grundarstígs 10. Það var einstaklega skemmtilegt og krefjandi verkefni, þægilegir samstarfsmenn og gott andrúmsloft – og verkkaupinn eins og best verður á kosið.“
Reynir Guðmundsson, pípulagningameistari hjá RG lögnumReynir Guðmundsson, pípulagningameistari (1952)
Halldór Reynisson, pípulagningamaður (1973)
„Ég er stoltur að hafa komið að endurbyggingu Hannesarholts, enda komið að endurbyggingu margra merkra húsa á vegum Minjaverndar. Mörg úrlausnarefni komu hér upp sem leystust farsællega. Ég vona að eigendum hafi líkað handbragð starfsmanna okkar. Að lokum þakka ég samstarfið og góða viðkynningu.“
Hjörtur Hafsteinn Karlsson, rafvirkjameistari hjá Ljósvakanum ehf.Hjörtur Hafsteinn Karlsson, rafvirkjameistari (1942)
Jón Emilsson, rafvirkjameistari (1945)
Snorri Ragnarsson, rafvirki, (1955)
Kolbeinn Kristinsson, rafvirki (1946)
Halldór Kristinsson, rafvirki (1950)
Karl Emil Jónsson, rafvirki (1970)
Karel H. Pétursson, rafvirki (1961)
Blikksmíðameistari var Kristján Viborg (1967) en fleiri komu að verkinu.
Kopar og Zink sá um zink-klæðningu á þakið, flassningar og frágang á þakinu á gamla húsinu og salnum. Einnig loftræsikerfi með lögnum, blásurum og tilheyrandi.
VGH annaðist allan gröft, fleygun, múrbrot og fyllingar við nýja og gamla húsið.
Haraldur H. Guðjónsson, gröfustjóri (1962)
Leifur Guðjónsson, gröfustjóri (1972)
Roman Brozinski, gröfustjóri (1955)
„Garðmenn komu hér að verki við að leggja úthagatorf á þakið og frágang lóðar við Grundarstíginn. Við erum ákaflega sáttir við útkomuna, góð og vönduð hönnun í þröngu rými, samvinna góð við aðra verktaka og yfirstjórn verks til fyrirmyndar. Takk fyrir okkur.“
Jón Júlíus Elíasson, garðyrkjumeistari hjá Garðmönnum ehf.Hjalti Erdmann Sveinsson, tæknimaður (1972)
Hákon Guðmundsson, uppsetningarmaður (1976)
Árið 2015 er því fagnað að hundrað ár
eru liðin frá byggingu hússins að
Grundarstíg 10.