Verið velkomin í Hannesarholt / Welcome to Hannesarholt

Nýjustu fréttir frá Hannesarholti

Romain Collin dvaldi í gestaíbúð Hannesarholts í febrúar og hélt ferna tónleika fyrir gesti Hannesarholts, eina einleikstónleika og þrenna ásamt gestum. Að þessu sinni voru gestir hans Bergur Þórisson, GDRN og Viktor Orri Árnason. Romain hélt áþekka tónleikaröð fyrir tveimur árum, sem varð endaslepp vegna heimsfaraldurs og tónleikar felldir niður. Romain er einstaklega ljúfur og hæfileikaríkur tónlistarmaður og stafsfólk Hannesarholts hefur haft sérstaka ánægju af nærveru hans í húsinu. Við vonum að næstu árin færi okkur fleiri heimsóknir og tónleikaraðir frá Romain Collin.

Romain Collin aftur með tónleikaröð í Hannesarholti

Myndlistarsýningin Enginn karlaklúbbur eftir Sísí Ingólfsdóttur frá 25.febrúar til 17.mars velti fyrir sér stsöðu konunnar og frelsi hennar til að taka sér pláss. Með fígúratívum teikningum leikur hún sér að hlutvervingu konunnar við hlið steríótýpu hins hvíta miðaldra karlmanns.

Enginn karlaklúbbur - Sísí Ingólfsdóttir

Meðal þess sem gladdi afmælisgesti á tíu ára afmæli Hannesarholts var að biðinni eftir tvímálabókinni Ólgublóð/Restless Blood var loks lokið og fólk gat fengið bókina í hendur. Ragnheiður Jónsdóttir stofnandi Hannesarholts hvatti til að ráðist skyldi í þetta verk, sem Ástráður Eysteinsson og Julian Meldon D'Arcy inntu af hendi með miklum ágætum. Þeir félagar lásu upp úr bókinni ljóð bæði á íslensku og ensku, og höfðu gestir hina mestu skemmtun af..

Tíu ára afmæli Hannesarholts

Harpa Másdóttir gladdi gesti Hannesarholts með sýningu sinni AFTUR Í  HRING, sem var sjálfstætt framhald af síðustu sýningu Hörpu á hringlaga málverkum. Hún heldur áfram að endurhugsa hinn hringlaga flöt með því að byggja h ann upp, rífa niður, afmá og byggja upp á ný. Allt getur gerst í öruggu umhverfi hringformsins og hringnum er lokað.

Aftur í hring

Næstu viðburðir í Hannesarholti

„Fyrir frelsi – Barāye āzādi“

25/3/2023 kl. 14:00

Lifi ljóðið - tónlistarhátíð

24/3/2023 kl. 19:30

Síðdegisstund með hjónunum Didda fiðlu og Ásgerði Ólafsdóttur

15/4/2023 kl. 16:00