Byggingarár

Húsið við Þingholtsstræti 22 er byggt  árið 1886 skv. fasteignaskrá. Ekki kunnum við enn að greina frá því hver lét upphaflega reisa það  né hver smiðurinn var. Þó má nefna að Ásbjörn Ólafsson, trésmiður frá Akranesi og Sigríður Björnsdóttir Stephensen frá Korpúlfsstöðum keyptu húsið í Þingholtsstræti 22 þegar þau fluttu til bæjarins 1898 frá Akranesi (sbr. grein frá 1938). Þar áttu þau gullbrúðkaup 1938. Hjónin bjuggu í húsinu til æviloka.Sigríður lést árið 1939 en Ásbjörn lést í hárri elli árið 1957

Húsið nr. 22  fékk styrk frá húsafriðunarnefnd árið 1998. – Að öðru leyti er hljótt um þetta litla en fallega hús í heimildum á Netinu og allar viðbætur velkomnar.


Húsið í dagblöðum liðinna tíma

Upplýsingarnar hér á eftir eru engan veginn tæmandi en settar fram eftir bestu vitund. Allar leiðréttingar og viðbætur eru vel þegnar.

Það er mikið auglýst af herbergjum og stofum til leigu á fyrstu áratugum 20. aldar en ekki nema örfáar slíkar auglýsingar sýndar hér. – Ekki er útilokað að eitthvað hér að neðan eigi við hús nr. 22A, þó ekki sé það fram tekið í auglýsingunni.

  • 1888: Innkomin samskot til Fræðslusjóðs fátækra unglinga í Reykjavik frá 16. nóv.  Magnús Magnússon Þingholtsstræti 22 – 0,50 kr. (frétt)
  • 1897: Hænu vantar. – Finnandi skili henni í Þingholtsstræti 22 (augl.)
  • 1900: 7. bæ]arstjórnarfundur, 5. apríl. „5. Tilboði Ásbjarnar Ólafssonar i Þingholtsstræti 22 um lóðarspildu norðan við hús sitt til breikkunar á Bókhlöðustígnum vísað til veganefndarinnar, og virtist hún einnig eiga að dæma um, hvort hin boðna lóð væri nú ekki fallin undir bæinn sökum vantandi girðinga.“ (Frétt)
  • 1902: Fljótandi Asfalt er það bezta og ódýrasta, sem fæst til a ð smyrja á grunna, múrverk og tré, til að verja sagga. Má smyrja því á eins og olíufarfa, og þarf ekki að hita það. Fæst keypt hjá Jóni Reykdal, málara, Þingholtsstræti 22. Reykjavík (augl.)
  • 1903:  Hr. Niels Andersson, Þingholtsstræti 22 útvegar bókina „Týndi faðirinn“ þeim sem gerast áskrifendur að Frækornum (augl.)
  • 1904: Stór og góð undirsæng, ásamt kodda er til sölu, hjá Þorleifi Þorleifssyni, Þingholtsstræti 22 (augl.)
  • 1909: Til leigu í Þingholtsstræti 22 1 stofa með húsgögnum. Forstofuaðgangur (augl.)
  • 1919: Ný kommóða og steinolíuvél (þríkveikjuð) til sölu ódýrt, strax. Þingholtsstræti 22 (augl.)
  • 1926: Fallegar rósir í pottum til sölu ódýrt. Uppl. Þingholtsstræti 22 (augl.)
  • 1944: Alveg nýr samkvæmiskjóll til sölu á háa og granna dömu í Þingholtsstræti 22. Verð 200 kr. (augl.)
  • 1951:  Aðalfundur NáttúruIækningafélags Rvk. verður haldinn í Guðspekifélagshúsinu, Þingholtsstræti 22, í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30 (augl.)
  • 1954: „Það var skömmu eftir aldamót, að ég dvaldist vetrarlangt við nám í Reykjavík. Var ég til húsa hjá frú Elinborgu Hall og mágkonu hennar frú Luice. Þær voru báðar ekkjur og höfðu matsölu í Þingholtsstræti 22“ (grein). – [Spurning hvort þetta er rétt húsnúmer í greininni? Veit einhver betur?]
  • 1971: Peysumóttaka hjá útflutningsdeild Álafoss Þingholtsstræti 22 verður framvegis kl. 10-12 alla virka daga nema laugardaga og auk þess mánudaga og fimmtudaga kl. 2-4 (augl.)