Það er mögulega auðvelt að afskrifa Heimsmarkmiðin sem eitthvað sem kemur okkur ekkert við. „Hvernig á ég að sjá til þess að skólp sé hreinsað á fullnægjandi hátt áður en að því er dælt út í sjó?“ er réttmæt spurning, og augljóslega er það verkefni stjórnvalda. Viðfangsefni Heimsmarkmiðanna er að mörgu leyti „to-do listi“ fyrir stjórnvöld og alþjóðastofnanir. En það væri rangt að halda að þau komi okkur ekkert við eða að við getum lítið sem ekkert gert.

Leiðarvísir

Þegar markmiðin eru skoðuð er það ekki alltaf augljóst hvernig ein manneskja eða heimili getur haft áhrif. Áður en maður afskrifar algjörlega markmið er gott að staldra við og spyrja sig nokkrar spurningar:

Allt skiptir máli.

Aðgerðirnar sem við kjósum að tileinka okkur þurfa hvorki að vera flóknar eða dýrar. Litlar aðgerðir eins og að hætta að nota plast innkaupapoka geta skilað miklu, ef samtakamátturinn er til staðar. Flestar breytingar út frá venjunum okkar geta valdið óþægindum fyrst en þegar smá tími er liðinn man maður varla hvernig lífið var áður.